19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 10
íslenski
dansflokkurinn
tíu ára
Rætt við Ingibjörgu Björnsdóttur
og Nönnu Ólafsdóttur
Flestir hafa heyrt íslenska dans-
flokksins getið en starfsemi flokks-
ins hefur þó farið nokkuð hljótt.
Síðustu daga hefur dansflokkur-
inn verið töluvert í sviðsljósinu. Er
það að þakka hinni frábæru
frammistöðu dansaranna í ballett-
sýningu Þjóðleikhússins „Fröken
Júlía“, sem er heimsþekktur ballet
sænska snillingsins, Birgit Cull-
berg. Er full ástæða til þess að óska
dansflokknum og aðstandendum
hans til hamingju með unninn sig-
ur og tímamótaáfanga.
Tilefni viðtalsins er fyrst og
fremst 10 ára starfsafmæli flokks-
ins og ekki síður sú staðreynd að
flokkurinn er borinn uppi af kon-
um. I hópnum er aðeins einn karl-
dansari, Öm Guðmundsson, sem
er framkvæmdastjóri flokksins.
Viðmælendur fyrir hönd dans-
flokksins em Ingibjörg Bjöms-
dóttir skólastjóri Listdansskólans
og Nanna Ólafssdóttir ballett-
meistari.
— Hver voru tildrögin að stofn-
un flokks listdansara við Þjóðleik-
húsið?
Með staríi Listdansskólans gegnum
árin haíði hugmyndin þróast. Ekki
hvað síst vegna þes að við misstum allt
hæfileika fólkið frá okkur og sú stað-
reynd að þessi listgrein á sér enga
framtíð nema með atvinnumennsku.
Fyrsta sýning, hins nýstofnaða
dansflokks, var í félagsheimilinu Borg,
Grímsnesi, í miðjum sauðburði — nán-
ar tiltekið 3. maí 1973. Fyrsti stjórn-
andi flokksins var breski ballettmeist-
arinn Alan Carter, sem ásamt konu
sinni Julia Claire, starfaði með flokkn-
um í tvö ár.
Úr ballettinum „Giselle“ sem sýndur var í mars 1982. Hér dansa Helgi Tómasson og Ásdís Magnúsdóttir ásamt íslenska
dansflokknum.