19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 59

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 59
Kristur Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir í febrúar sídastliðnum hélt Kvenréttindafélagið hádegisverð- arfund að veitingahúsinu Lækjar- brekku. Er það nýmæli í starfi fé- lagsins að efna til slíkra funda af og til og bjóða til sín gestum sem hafa af einhverju að miðla um jafnréttis- mál og stöðu kvenna í víðum skiln- ingi. Hafa þessir fundir gefist eink- ar vel og í febrúar voru gestir fé- lagsins konur sem kalla sig Sam- starfshóp um kvennaguðfræði. Eru það konur tengdar guðfræði, prest- ar, guðfræðingar og guðfræðinem- ar, sem koma saman a.m.k. einu sinni í mánuði að vetrinum til og fjalla um kvennaguðfræði, en hún barst hingað fyrst fyrir fáum árum fyrir tilstilli kvenna frá Evrópu og Ameríku. krefst jafnréttis Á fundinum flutti séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir inngangserindi um þetta nýja og forvitnilega fýrir- bæri, en síðan tóku stöllur hennar úr hópnum við og sýndu með nokkrum dæmum hvað kvenna- guðfræði felur í sér. Séra Auður Eir var svo vinsam- leg að leyfa 19. jtíní að birta erindi sitt og fer það hér á eftir sem næst óbreytt með millifyrirsögnum blaðsins. Við þökkum Kvenréttindafélagi ís- lands hjartanlega fyrir að vera boðnar hingað í dag til að segja ykkur frá því, sem okkur finnst svo skemmtilegt og gott og vonum að við megum koma því svo á framfæri að ykkur finnist það líka þótt við verðum vitanlega að skýra frá miklu máli í mjög stuttu. Guðfræði tekur sér margvísleg verk- efni fyrir hendur. Hún er fólgin í út- skýringu á ritum Biblíunnar, í umíjöll- un um einstök mál kristinnar trúar, t.d. um upprisuna, ellegar afstöðu til siðfræðilegra mála, t.d. hjónabands- ins. Kvennaguðfræði er einn afþessum fjölmörgu þáttum og hún fléttast vit- anlega inn í aðrar greinar guðfræðinn- ar. Kvennaguðfræðin er ný af nálinni, sprottin fram á þessari öld. Fyrstu brautryðjendur voru amerískir kven- guðfræðingar en aðrar fylgdu fast á eftir. Að baki þessara kvenna standa aðrar konur, konur úr bænahópum og kristniboðshópum frá öldinni sem leið og þessari öld, og konur kvenréttinda- hreyfinga. Orðið Kvennaguðfrœði, sem við höf- um notað, er ekki þýðing heldur túlk- un á enska orðinu „Feminist Theo- logy“. Fólk hefur stundum stungið upp á því að við þýddum það heldur með jafnréttisguðfræði eða kvenrétt- indaguðfræði. En orðið kvennaguð- fræði hefur reynst okkur vel. Að lesa Biblíuna á nýjan leik í stuttu máli kennir kvennaguðfræð- in okkur að lesa Biblíuna með konur sérstaklega í huga, lesa hana án þess að vera bundnar af þeim skilning, sem 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.