19. júní


19. júní - 19.06.1983, Side 27

19. júní - 19.06.1983, Side 27
ATVINNULÍFIÐ SKÓLINN Umsjón: Sigrún Gísladóttir og Valgerður Jónsdóttir Sigrún Gísladóttir annar kostur og ekki má gleyma ömmu sem er Irjargvættur margrar útvinn- andi húsmóður. En það er þegar skóla- ganga barnanna hefst, sem aðalvand- inn gerir vart við sig. Athyglisvert er það sem fram kemur í skýrslu Jafnréttiskönnunarinnar í Reykjavík 1980-81 (gerð að tilhlutan Jafnréttisnefndar Rvk.). Þegar litið er á kaflann um atvinnuþátttöku giftra kvenna eftir aldri kemur í Ijós að konur a aldrinum 30 — 34 ára skera sig úr. Hvort sem um er að ræða þátttöku hópsins í fullu starfi eða virkar hús- mæður í atvinnulífinu — þá er lnin áberandi lægst á þessum árum. Und- antekningar eru hlutastörfin; þar hækkar hlutur kvenna á aldrinum 30 — 34 ára. Auk þess er hlutfall þeirra hæst sem hcimavinnandi húsmæðra. Hlutfall kvenna sem eru virkar í at- vinnulífinu er lægst hjá 30 — 34 ára aldurshópnum, tæp 57%, en hæst hjá konum milli fertugs og fimmtugs, tæp 74%. Er það ekki aldurshópurinn 30 — 34 ára sem hefur að geyma hæst hlut- íall kvenna með börn á skólaaldri? Það nægir greinilega ekki að konur afli sér starfsmenntunar og séu gjald- gengar til jafns við karla úti á vinnu- markaðinum, því þegar blessuð börn- m eru komin á skólaaldur þá fer allt í hnút. Hvemig er skólamálum okkar háttað? Daglegur viðvcrutími barna í skól- um er mun styttri hjá okkur en í ná- lægum löndum (á það sérstaklega við um yngri börnin 6—12 ára). En það sem er enn verra — þessi tími er meira og minna sundurslitinn. T.d. er yngstu börnunum oft ætlað að mæta snemma morguns í eina til tvær kennslustundir, fara heim, mæta síðan aftur á sínum fasta skólatíma eftir hádegi. Þannig getur stundatafian verið allt að þrjá daga vikunnar. Svona hefur þetta ver- ið hjá okkur alltoflengi og svona er það enn - en hvers vegna? Ein ástæðan er sú, að margir skólar hafa ekki eigið íþróttahús, sem gerir stundatöflugerð- ina mun eríiðari en ella. Ríkisvaldið sparar og við sig að borga kennurum eyður, þannig að oft verður að semja stundatöfiuna með tilliti til þeirra en ekki barnanna. Endurskoða þarf þá stefnu, eða rétt- ara sagt stefnuleysi, sem ríkjandi hefur verið í byggingu skólahúsnæðis. Þegar ný hverfi byggjast upp verður að huga strax að skólahúsnæði fyrir væntan- lega íbúa, en halda ekki að sér hönd- um, þar til fjölskyldurnar eru fluttar inn. Þetta fyrirhyggjuleysi leiðir afsér að skólarnir eru byggðir í áfongum og börnunum hrúgað í alltof lítið og ófull- gert húsnæði. Skólana ber að hanna með tilliti til barnanna og þeirrar starf- semi sem þar á að fara fram. Gæta þarf mun meiri skynsemi, hverfa frá óþarfa íburði og fiottræfilshætti til einfaldara og hentugra húsnæðis — á það ekki síst við um íþróttahúsin. Hér virðist ekki heldur skilningur á því, að hverjum skóla tilheyri aðstaða til íþrótta- kennslu, svo sjálfsögð sem öllum kann að þykja kennsla í íþróttum og líkams- rækt. Aðstöðuleysi skólanna í dag vekur furðu, þegar litið er til baka til gömlu skólanna í Reykjavík, svo sem Austur- Valgerður Jónsdóttir bæjarskóla, Laugarnesskóla og Mela- skóla. Þessir skólar voru byggðir á erf- iðum tímum, 1930 — 1945. Samt sem áður var ekkert til sparað og skólarnir voru fullbyggðir með íþróttahúsi, kennslueldhúsi og m.a.s. sundlaug við Austurbæjarskóla. Hvernig má skýra það að á velmegunartímum undanfar- inna áratuga standa margir skólar ófull- gerðir svo árum skiptir? Getur verið að skólar og börn séu ekki lengur meðal þeirra málaflokka, sem hafa forgang framyfir ýmislegt annað? Það eru önnur, síst veigaminni at- riði, sem bæta þarfí íslenskum skólum. Við þurfum aukið skólarými, aukinn vikulegan kennslustundafjölda nem- enda og fleiri kennaratíma — þannig að kennari geti stundum kennt hálfum bekk, t.d. við byrjendakennslu í lestri, líffræði og myndmennt, án þess að skera niður tíma nemenda eins og gert er í dag. Auknu fjármagni hefur verið veitt til fræðslumála undanfarin ár, sem sést best á auknum fjölda skólafrömuða, sem vinna í miðstýringunni. Eins kosta þeir sitt allir nýju fjölbrauta- og menntaskólarnir, sem risið hafa um allt land. Enda má segja að stúdents- próf nú samsvari því sem áður hét „gott gagnfræðapróf ‘. En til hvers að hlaða á yfirbygginguna efgrunnurinn, þ.e.a.s. undirbúningurinn er ekki nægjanlega traustur? Það geta verið afdrifarík mistök. Að eiga börn í skóla Hinn stutti og óreglulcgi vinnutími skólabarna verður til þess að móðirin er meira og minna bundin við heimil- 27

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.