19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 52
Kvennabaráíta fels
í því að skjóta á
spátnikum
Viðtal:
Guðrún Egilsson
„Nýlega var haldinn fundur hérna
hjá KRFI til að fagna því, hversu mjög
konum hefur ljölgað á Alþingi. Mér
finnst ævinlega áhugavert að draga
fram andstæður, því að það gefur
gleggri sýn á atburði og aðstæður, og
þess vegna varpaði ég fram spumingu á
fundinum. Eg spurði, hvort einhvers
staðar væri tilsvarandi félag karla, sem
sæi ástæðu til að harma fækkun þeirra
á þingi. Fátt var um svör, enda slíkt
félag tæpast við lýði, en þetta sýnir þó
glöggt í hvaða farvegi hin áratuga-
gamla kvennabarátta er. Ennþá er
hún rekin úr einni átt.“
t*að er Björg Einarsdóttir, sem hefur
orðið. Þessi ötuli liðsmaður 19.júníhef-
ur fallist á að breyta sem snöggvast um
hlutverk hér í blaðinu og sitja fyrir
svörum í stað þess að skrifa sjálf. Það
er þó ekki eingöngu vegna þess að hún
hafi gaman af því að leika sér með
andstæður, heldur fór ritstjórn blaðs-
ins þess á lcit við hana að hún fjallaði í
viðtali um stöðu jafnréttismála, eins og
hún blasir við henni núna. í þrótt-
miklu starfi sínu að þessum málum
hefur Björg öðlast reynslu og yfirsýn,
og hefur því miklu að miðla.
Hun hóf bein afskipti af jafnréttis-
málum á vettvangi Rauðsokkahreyf-
ingarinnar og var í miðstöð hennar,
52
meðan starfið þar stóð með sem mest-
um blóma. Síðan færði liún sig um set,
gerðist virkur félagi í Kvenréttindafé-
lagi íslands, og var um skeið varafor-
maður þess. Hún haíði mikinn veg og
vanda af skipulagningu Kvennafrí-
dagsins 1975, og KRFÍ hefur notið
starfskrafta hennar á ótal sviðum, sem
of langt yrði upp að telja.
Því fer samt fjarri að þetta samtal
okkar Bjargar Einarsdóttur eigi að
vera eins konar eftirmæli um þátt
hennar í jafnréttisbaráttunni, enda
verður lítið fjallað um sögulegar stað-
reyndir. Tilgangurinn er einkum sá að
skoða í hnotskurn stöðu jafnréttismála
á því herrans ári 1983 og hvaða leiðir
séu helst færar að markinu. Og þá er
eðlilegt að spurt sé, hvert það mark
hafi verið, sem frumkvöðlar nýbýlgju
um jafnan rétt karla og kvenna hafi
haft í kringum 1970.
,,Mér finnst það kristallast í orðun-
um: — Konur eru líka menn. Á þessum
árum var karlasamfélagið ríkjandi hér.
Konur voru ívaf, en ekki uppistaða.
Samkvæmt lögum höfðu karlar og
konur sama rétt, en misgengið milli
lagabókstafsins og almennra viðhorfa
var auðfundið. En konur urðu sér stöð-
ugt meðvitaðri um styrk sinn og viljinn
til fullrar þátttöku á öllum sviðum
þjóðfélagsins varð sífellt meiri. Af innri
þörf og ytri nauðsyn kom fram krafa
kvenna um fullt jafnrétti og þessa kröfu
báru þær fram af persónulegu stolti.
Hins vegar er ekki gott að segja
hvers vegna krafan kom á nákvæmlega
þessum tíma. Á sama hátt mætti
spyrja, hvers vegna stúdentaóeirðirn-
ar miklu um alla Norðurálfu urðu um
svipað leyti. Við hvorugu er til algilt
svar. Hluti af skýringunni er, að með
stóraukinni almenningsfræðslu hafði
smám saman hlaðist upp þekkingar-
forði, sem nýttist ekki. Hleðslan var
meiri en svo, að hún fengi framrás í
almennri þróun þjóðfélaganna. Ogsvo
sprakk hreinlega fyrir.
Því er oft haldið fram, að slíkar
sprengingar geri meira ógagn en gagn.
Útkoman er auðvitað háð mælikvarða
þess sem metur hverju sinni. En venju-
lega er ekki nema um tvær leiðir að
velja til að láta að sér kveða. Önnur er
sú, að stækka blettinn sinni jafnt og
þétt og koma þannig í ljós. Hin felst í
því að brjótast um og hafa hátt og ná
þannig sjáöldrum og hlustum sam-
tímans. Um það má deila, hvor leiðin
er vænlegri, en stundum er ekki svig-
rúm til að velja á milli þeirra. Nýbylgja
kvennahreyfingarinnar braust fram
um 1970 nokkurn veginn sjálfkrafa.