19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 54

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 54
með öðrum orðum inni í einhvers kon- ar hólfum sem þær voru upphaflega settar í eða flúðu í, meðan karlasamfé- lagið var algert, og þær nánast undan- tekning frá reglunni. Mörgum er eðli- lega sárt um hólfin sín, því að þau veita vissa vernd, en geta jafnframt lokað fólk af. Mín skoðun er raunar sú að dagar sérstakra félaga fyrir konur séu ekki enn taldir, en þar þurfi að breyta um starfshætti, því að þau taka mið af þjóðfélagi sem var. Við þurfum að laga þau að nútímalegri háttum, og hlut- verk þeirra á umfram allt að vera það að gera konur hæfari til þátttöku í sam- skipuðu þjóðfélagi, og þegar því er náð erlendis fá þau miklu erfiðari vaxtar- skilyrði. Hér ættu öll börn að geta notið sín. En það eru einmitt launamálin sem eru einn helsti þröskuldurinn fyrir eðlilegri og áreynslulausri samskipan. Þótt piltar hafi löngun til að starfa á hefðbundnum vettvangi kvenna úti í þjóðfélaginu láta þeir hin lágu laun sem greidd eru fyrir ,,kvennastörfin“ aftra sér. Það gæti svo farið að fólk fáist almennt ekki til að vinna að uppeldis- og líknarmálum og öðrum „kvenna- störfum“, því að sú þróun verður ekki stöðvuð að konur sæki í æ ríkara mæli inn á hefðbundið verksvið karla. braut, — hina viðteknu braut karl- mannsins. Hér finnst mér sem fingri sé drepið á kjarna málsins. Jafnréttisbarátta nú- tímans er ekki einhliða strekkingur kvenna yfir á svið karla. Hún er nær því að vera fjölbrautarkerfi, þar sem frjáls- ar manneskjur deila með sér mjúkum gildum og hörðum. Fullvaxið fólk haslar scr völl hlið við hlið og deilir að eigin vali eða með samkomulagi innri og ytri ábyrgð á heimili og íjölskyldu. Og niðurstaðan af þessum vanga- veltum er sú að mikið er í húfi fyrir karlmanninn, ef hann á ekki að daga uppi og festast í því að viðhalda stöðu Vilji kvenna til að láta að sér kveða . . . Hér mótmæla kvennalistakonur 1983 þegar þeim var meinað að kynna málstað sinn í sjónvarpinu samhliða stjórnmálaflokkunum. eru hólfin óþörf. En ég ítreka að þetta tekur allt sinn tíma. Ein helsta forsenda fyrir fullri sam- skipan karla og kvenna er brey tt starfs- val. Þar eiga uppalendur stóran leik og þeir þurfa að vaka yfir því að börnin velji sér ekki náms- og starfsbrautir af vana eingöngu og að ástæðulaus for- dæmi vísi ekki veginn. Uppeldisstörf eru ræktunarstörf, þar sem þess þarf að gæta að sérhver jurt fái vaxtarskil- yrði við hæfi. Foreldrar þurfa að gera sér ljóst, að upplag og eiginleikar barn- anna skipta meira máli við val þeirra á námi og starfi en flest annað. Og ég tel að Islendingar meti börn mikils. Víða Að hafa ákveðinn standard í bíl Fyrir nokkrum árum voru sýndir hér í sjónvarpinu Þættir úr hjónabandi eftir Ingmar Bergmann. í uppgjöri því, sem hann lét fara fram milli hjón- anna virtist niðurstaðan sú að konunni voru allir vegir færir en karlinn átti yfir höíði sér stöðnun eða jafnvel afturför. Það var eins og höfundur vildi með þessu segja, að karlar væri langt komn- ir með að nýta llesta sína möguleika, en konur helðu enn ný svið til að leita inn á. Eiginmaðurinn í umræddu hjónabandi sá aðeins fyrir sér eina sinni með ýmiss konar hégóma, eins og t.d. ákveðnum standard í bíl og öðru álíka. Þótt það sé sennilega ekki til neitt félag sem harmar fækkun karla á þingi svona opinberlega eru þeir víst ein- hverjir, sem líta þessa þróun óhýru auga, og það er ekki óalgengt sjónar- mið hjá körlum að ekki megi hleypa konum of langt. En áfram fara þær samt. Almennt tel ég að framvindan í jafnréttismálum verði ekki eins rykkj- ótt og byltingarkennd og hingað til, - en markvissari. Það kemur m.a. til afend- urmati á því, sem gefur lífinu gildi og verður bæði konum og körlum til hags- 'bóta. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.