19. júní


19. júní - 19.06.2001, Síða 28

19. júní - 19.06.2001, Síða 28
ALVARLEG DÆMI INN Á BORÐ STÍBAMÓTA „Við höfum fengið alvarleg dæmi um kynferðislega áreitni í íþróttum inn á okkar borð síðustu árin“ segir Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, er hún er innt álits á niðurstöðum könn- unarinnar um kynferðislega áreitni í íþróttum. Hún segir útbreiðslu kynferðislegrar áreitni og alvarleika hennar löngum hafa verið vanmetna á íslandi og fagnar því allri umræðu um þessi mál. Dæmin sem hún vitnar til hér að ofan snúa m.a. að þjálfurum sem hafa nýtt sér aðstöðu sína til að áreita stúlkur og konur sem þeir hafa verið að þjálfa . „Einnig höfum við fengið til okkar heilt unglings- piltalið, þar sem margir hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hendi sama karlþjálfara." Rúna segir aö sá sem beitir kynferðislegri áreitni geri það gjarnan í skjóli þess valds sem hann hefur. Þannig geti þjálfarar til að mynda auðveldlega mis- notað aðstöðu sína og beitt kynferðislegri áreitni séu þeir á annað borð í þeim hugleiðingum. Aðspurð hvernig best sé að bregðast við kynferðislegri áreitni segir Rúna að þeir sem fyrir henni verði eigi ávallt að segja frá. „En til þess að þolandi vilji segja frá þarf að vera til opinber stefna innan til dæmis viðkom- andi fyrirtækis eða íþróttahreyfingar sem fordæmir slíka áreitni með öllu. Þá þarf að vera til áætlun um það hvernig brugðist skuli við áreitninni þannig að þolandinn viti að málið fari í ákveðinn farveg segi hann frá áreitninni." 26

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.