19. júní - 19.06.2001, Side 30
Hvað er kynferðisleg áreitni?
Kynferðisleg áreitni er kynferðisleg hegðun sem
er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess
sem fyrir henni verður. (sjá nánar lög á næstu síðu)
Dæmi:
- kynferðisleg áreitni snýst ekki eingöngu um kynlíf
- þér er ógnað með óæskilegri snertingu
- óæskilegar persónulegar athugasemdir s.s. stríðni, brandarar
um líkama þinn, klæðaburð eða kynhneigð þína
- niðurlæging, lítið gert úr sjálfsmynd þinni
- athlægi, lítið gert úr þér sem íþróttamanni kynsins vegna
- óæskileg símtöl, sms-skilaboð, tölvupóstur og bréf eða myndir
með kynferðislegu ívafi
- óæskilegar tillögur eða kröfur um kynferðislegt samneyti
Kynferðisleg áreitni getur gerst hvar sem er
Dæmi:
- í íþróttahúsum, sundlaugum, líkamsræktarstöðvum,
búningsherbergjum, bilum, langferðabílum, heima,
á götunnL.hvar sem er!
Láttu vita:
- það er ekki óalgengt að vera ringluð, niðurdregin,
skömmustuleg, hrædd eða reið
- það að segja ekki frá lætur vandamáliö ekki hverfa
- talaðu við einhvern sem þú treystir
- haltu áfram að tala þar til einhver hlustar á þig
Þetta (kynferðisleg áreitni) er ekkert grín:
- kynferðisleg áreitni er ólögleg
- þú skalt aldrei ásaka einhvern aö ástæðulausu né bera
út lygasögur
- ef þú ert ekki viss leitaðu ráða hjá fagfólki
Ef |)ú þekkir einhvern sem hefur orðið fyrir
kynferðislegri áreitni getur þú hjálpað með því að:
- hlusta
- trúa
- leita hjálpar
- styðja
Hver getur hjálpað?:
- Stígamót
- Sálfræðingur/heimilislæknir
- Foreldrar
- Vinur/vinkona
- Kvennanefnd
- Fyrirliði
28