19. júní


19. júní - 19.06.2001, Síða 35

19. júní - 19.06.2001, Síða 35
/ GEFST UPP, ELSKAN! Klögumál hjóna sem leita sér ráðgjafar eru víst margvísleg: „Hún nöldrar svo mikið“, -<------------------------- „Hann er svo fúll heima“, -<------------------------ „Við njótum þess ekkert að vera saman lengur", „Kynlíf er liðin tíð“ og -<■------------------------ „Hvað eigum við að gera?“ -------------------------- Hvað segið þið um þetta svar: Konan á að hætta að ráðskast með eiginmanninn, hætta að gagnrýna hann og varast að grípa fram í þegar hann talar! Og verði henni á í messunni á hún að gjöra svo vel og biðja hann afsökunar á að hafa sýnt honum vanvirðingu! Hún á að fela honum umsjá allra fjármála. Hún á að segja honum hvað hún vill, en sé hann ósammála á hún að draga sig í hlé og fara að vilja hans. Hvað kynlífið snertir, á hún að sjá til þess að það sé stundað eigi sjaldnar en einu sinni í viku, jafnvel þótt hún sé ekki í stuði! Og hún á að tjá tilfinningar sínar fremur en hugsanir, en hún má hins vegar aldrei spyrja um tilfinningar hans. Það er auðvelt að hæðast að þessum hugmyndum sem Laura Doyle setur fram í bók sinni „The Surrendered Wife“eöa „Auösveipa eiginkonan" og dæma þær fráleitar. En í upphafi þessa árs þaut bók þessi upp metsölulista í Bandarfkjunum og komst á topp tíu hjá netbókaversluninni Amazon. Klúbbar „auðsveipra eiginkvenna" spruttu upp eins og gorkúlur í borgum eins og Los Angeles og Chicago. Bókin er þó afar umdeild. Sumir segja hana hafa að geyma hagnýta ráðgjöf á meðan aðrir telja hana vera afturhvarf til forpokaðra gilda og stórt skref aftur á bak í kvennabaráttu. Laura Doyle er 33 ára, tápmikil kona frá Kaliforníu og kveðst hafa alist upp við að hjónabandið ætti að byggjast á jafnræði kynjanna. En Laura, sem segist vera „femínisti ogfyrrum flagð" kveðst næstum hafa eyðilagt hjónaband sitt og Johns, 44 ára, með þvf að vilja öllu ráða, vera stöðugt nöldrandi og gera lítið úr honum. Hún leitaði þá ráða hjá vinkonum sfnum sem voru miklu hamingjusamari f hjónabandi en hún sjálf. Ein sagðist aldrei gagnrýna mann sinn, önnur sagöist láta sinn um fjár- málin o.s.frv. og þannig fæddist smám saman hugmynd Lauru 33 um hina auðsveipu eiginkonu og viti menn: Hjónaband hennar stórbatnaði samfara því. „Ég vil að konur læri um mátt auðsveipn- innar“ segir hún. „Það er mitt framlag til friðar í heiminum". Laura heldur þvf fram að konur geti verið kröfuharðir hús- bændur í vinnunni, en heima við eigi þær ávallt að sýna eigin- manninum viröingu og koma fram við hann sem félaga og full- orðinn mann. „Þið þurfiðað virða smekk hansá fötum ogfæðu, virða vini hans og viðhorf, læra að meta hugmyndir hans og tillögur", skrifar hún. „Það er miklu meira virði að koma í veg fyrir rifrildi með því að ganga burt en að rífast og magna það upp“. Hún hvetur konur jafnframt til að sinna áhugamálum sínum [séu þau önnur en eiginmaðurinn - innsk. þýðandal og rækta vini sína. Karlmennirnir eiga að sjá um fjármálin, jafnvel þótt konan sé hæfari til þess. Laura heldur því nefnilega fram að körlum sé þetta nauðsyn til að finna til karlmennsku sinnar. Eiginkonan á að óska eftir ákveðnu framlagi viku- eða mánaðarlega og Laura segir að eiginkonur muni sannreyna að þeir séu rausnarlegir (!). Það er erfitt að ímynda sér að þetta geti verið uppskriftin að sannri hamipgju því hún ætti jú að felast í því að geta komið fram af einlægni við sinn maka og sagt hug sinn hvenær sem er. Það er í öllu falli freistandi að álykta að komi kenningar Lauru Doyle að gagni í einhverju hjónabandi, sé það hjónaband þegar á heljarþröm. • Þýtt og endursagt: Margrét Sverrisdóttir Eg

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.