19. júní


19. júní - 19.06.2001, Side 39

19. júní - 19.06.2001, Side 39
síðan karlmaður var rekinn úr starfi hérlendis fyrir að ætla að nota hluta fæðingarorlofs eins og hann átti rétt á. Fleiri eru þeir sem hafa fengið augngotur og háðsglósur fyrir eitthvað svipað. Á allra síðustu árum hafa þó veriö merkjanlegar breytingar hér á. Reyndar var mér hér um daginn sagt frá eiganda fyrirtækis sem nú krefst þess af þeim ungu körlum sem hann ræður til starfa að þeir lofi að fara ekki í fæðingarorlof. Vonandi eru þeir ekki margir atvinnurekendurnir sem á þennan hátt haga sér og vonandi er enginn hinna ungu karla sem tekur slíkt loforð alvarlega þegar á hólminn er komið, enda með öllu ólöglegt að fara fram á slíkt. Hins vegar er það nógu fróðlegt að þessi staða skuli koma upp. Þegar ég vann á Skrifstofu jafnréttismála þá hringdu alltaf við og við þangað ungar konur sem kvörtuðu undan því að væntanlegur vinnuveitandi hafði farið fram á að þær lofuðu að eignast ekki börn næstu tvö til þrjú ár. Nú virðast bæði kynin geta orðið fyrir slíkum ómerkings viðbrögðum þegar leitað er eftir atvinnu. Það eru með öðrum orðum teikn á lofti um að umönnunarhlutverk karla sé að verða almennari þáttur í tilveru þeirra og kominn tími til. Svo á eftir að koma í Ijós hvort það muni skila einhverju inn í „kvennastörf" á vinnu- markaði, hvort aukin umhyggjustörf karla á heimilum muni auðvelda þeim körlum sem það vilja að starfa við uppeldis- og umhyggjustörf. Merkilegt nokk virðist ekki mikill áhugi af opinberri hálfu að hafa áhrif á þau mál. Það veldur mun meiri áhyggjum að konur eru ekki nema um 20% þeirra sem eru að læra verk- fræði en að varla nokkur karl er meðal þeirra sem eru að læra hjúkrunarfræði. Það er vond en áleitin hugsun að ástæðan fyrir því sé að mannvirkjagerð og hugbúnaðarvinna teljist merkilegra innlegg í samfélagið en að sinna þörfum barna, sjúklinga og gamalmenna. Mér er minnisstæð predikun Sigurbjörns Einarssonar biskups þegar Vigdís Finnbogadóttir var sett í embætti forseta Islands. Sigurbjörn nefndi að nú væri kona í fyrsta sinn sett í þetta embætti en kyn- ferði Vigdísar væri ekki atriði. „Þess skal hún hvorki njóta né gjalda," voru orð hans. Skelfing held ég að karlar í „kvennastörfum" og konur í „karlastörfum" yrðu fegin ef menn almennt gætu haft þessi einföldu orð að leiðarljósi. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL við sjáum um fjármálin Sérkjör Heimilislínu fela í sér mikið hagræði og fjárhagslegan ávinning fyrir skilvísa og trausta viðskiptavini. Sérkjör Heimilislínu eru víðtæk fjármálaþjónusta á vildarkjörum fyrir þá sem þurfa mikið fjárhagslegt svigrúm. I þjónustunni felst m.a. • Hærri innlánsvextir • Allt að 750.000 króna yfirdráttar- heimild á Gullreikningi • Lægri vextir á yfirdráttarheimild • Gulldebetkort ásamt 150frium kortafærslum á ári • Gullkreditkort VISA, eða Mastercard Heimskort • Aðgangur að Heimilisbankanum á Internetinu • Allt að 750.000 króna skuldabréfalán til allt að fimm ára, án ábyrgðarmanna / SERKT Ö~R H E I M I L I S L í N U N N A R • Allt að 2.000.000 króna reikningslán á hagstæðum kjörum • Greiðsluþjónusta með útgjaldadreifingu • Útgjaldadreifing í Heimilisbanka Búnaðarbankans • Netklúbbur Heimilislínu • Húsnæðislán til allt að 25 ára • Ódýrari bílalán Lýsingar • Árgjald þjónustunnar er 7.500 krónur

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.