19. júní


19. júní - 19.06.2001, Page 43

19. júní - 19.06.2001, Page 43
vegna gruns um að hún hafi átt vingott við aðra menn en hann hafi ávallt lofað að hætta því. Ákærði var sakfelldur fyrir brot gegn 1 mgr. 217 gr. alm. hgl. sem á við minniháttar líkamsárásir.*!) Refsing þótti hæfilega ákveðin varðhald í 60 daga en við ákvðrðun hennar var litið til þess að ákærði framdi árásina í afbrýðisemiskasti. Annar dómur var felldur í héraðsdómi Reykjaness nr. 52/1995 þar sem karl var ákærður fyrir húsbrot og stórfellda Ifkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sfna. Hann hafði ráðist í heimildarleysi inn i íbúð konunnar, slegið hana margsinnis með hamri, aðal- lega í höfuðið, veitt henni hnefahögg og sparkað í hana víða um líkamann með þeim afleiðingum að hún hlaut 7 cm gapandi skurð vinstra megin á höfði, mar á víð og dreif um líkamann og veruleg eymsli yfir hrygg og brjóstgrind. Þau höfðu búið saman í nokkra mánuði en konan var flutt frá honum þegar atburðurinn átti sér stað. Kvöldið fyrir árásina sagðist hann hafa komist yfir lykil að íbúð hennar í þeim tilgangi að komast inn til að „lumbra á henni", svo vitnað sé orðrétt í það sem haft var eftir honum. Hann sagðist hafa ráðist á hana í algeru afbrýðisemiskasti og lamið hana, bæði með höndum og hamri, smám saman sagðist hann hafa áttað sig á hvað hann væri að gera og sleppt henni. Ákærði gaf sig fram við lögreglu síðar um nóttina og játaði brot sitt. Hann var sakfelldur m.a. fyrir brot á 2. mgr. 218 gr. almennra hegningarlaga *2) sem á við meiriháttar líkamsárás, en það miðast oft við brotnar tennur, bein eða ef notað er vopn. Með hliðsjón af aðferð hans og þeirra tækja sem hann notaði þótti brotið hættulegt. Hæfileg refsing þótti vera tólf mánaða fangelsisvist. Þegar litið var til aldurs ákærða (eldri maður), aðstæðna hans, þess að hann hafði ekki áður gerst sekur um ofbeldisverknað og að hann gaf sig fram við lögreglu og játaði brot sitt hreinskilnislega, þótti mega fresta fullnustu níu mánaða af refsingunni og fella niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögn héldi ákærði almennt skilorð. Hér þarf ákærði aðeins að afplána 3 mánaða fangelsisdóm svo lengi sem hann brýtur ekki af sér. ERTU HÐ DEYJ ÚR RST? ■ B □FBELDI ER RLDREI RÉTTLÆTRNLECT m □fbcldi cp ondhvcrfa óstop cn þc cru morg ofbcldisvcrk fromin I nofni hcnnar. Konur og born vcrda oft fyrir ofbddi korlo ón þess ad bcru þcss synilcg mcrki og ofbcldis- mcnnirnir þckkjast ckki úr fjoldanum. En hvort scm ofbcldi cr synilcgt cda ckki gctur þod valdid skada og þjoningum scm crfitt cr ad komast fra on odstodor. VIÐ 0.11 OKKUR 5RMRN □FBELDI ER RLDREI RÉTTLÆTRNLECT Rj Somhddni i fjolskyldum gctur vcrid addounorvcrd. En þcgor fjolskyldufodirinn bcitir adra fjölskyldumcdlimi ofbddi i skjoli fridhdgi hcimilisins vcldur þad þcim bædi þjoningum og skada - jafnvcl þo þcir bcri þcss cngin synilcg mcrki. Myndir frá auglýsingaherferð Stígamóta, Kvennaathvarfsins og Kvennaráðgjafarinnar síðasta haust. I henni var athyglinni beint að ofbeldismanninum Augiýsingarnar, sem unnar voru á Hvíta húsinu, birtust í dagbiöðum, tímaritum og á strætóskýlum og vöktu mikla athygli. *1) Hver, sem gerist sekur um líkamsárás, enda sé hún ekki svo mikil sem í 217. gr. segir, skal sæta sektum eða (fangelsi allt að 6 mán.), en fangelsi ailt að einu ári, ef háttsemi er sérstaklega vítaverð. Málsókn er opinber út af broti samkv. 1. mgr., og skal mál eigi höfðað nema almenningshagsmunir krefjist þess. *2) Hafi maður með vísvitandi likamsárás valdið öðrum manni tjóni á líkama eða heilbrigði, og þessar afleiðingar árásarinnnar verða taldar honum til sakar vegna ásetnings eða gáleysis, þá varðar það varðhaldi eða fangelsi allt að þremur árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru skv. 218. gr. Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ.á.m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárásina, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að sextán árum. 41

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.