19. júní


19. júní - 19.06.2001, Síða 47

19. júní - 19.06.2001, Síða 47
 Ólöf Þorvaldsdóttir og Ragnheiður K. Sigurðardóttir m Ajfr- mm " s ■ > >•/ * * -V*- rA . „Kdnur með bein í nefinu Auglýsingar stjórnskipaðrar nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum vöktu mikla athygli og umræðu fyrir síðustu alþingiskosningar. Hér og Nú auglýsingastofa hafði umsjón með gerð auglýsinganna. í samtali við 19. júní segja eigendur stofunnar frá verkefninu og hversu mikilvægt er að halda áfram þrátt fyrir margvísleg áföll. Eftir Roald Eyvindsson Ég fæ mér sæti gegnt eigendunum, þeim Ólöfu Þorvaldsdóttur og Ragnheiði K. Sigurðardóttur, f notalegu húsnæði fyrirtækisins í Bankastræti og sýp af ilmandi expresso-bolla áður en ég hef umræðurnar. Hver voru tildrög þess að þið stofnuðuð auglýsingastofu fyrir 11 árum? Ragnheiðun Stofnun Hér og Nú má fyrst og fremst rekja til þess að við vildum reka fyrirtæki út frá okkar eigin forsendum, þ.e.a.s. skapa vettvang þar sem við gætum nýtt viðamikla reynslu okkar og þekkingu til fulls. Var sérstök ástæða fyrir því að eigendur fyrirtækisins voru eingöngu konur? Ólöf: Það er reyndar útbreíddur misskilningur að við höfum eingöngu verið konur. I raun vorum við fjórar konur og einn karl. Ragnheiður: En fljótlega kom í Ijós að karlinn var ekki vanur að vinna út frá sjón- armiðum kvenna. Hann seldi sinn hlut rúmlega ári síðar. Við Ólöf höfum stýrt fyrirtækinu frá upphafi en aðrir starfsmenn hafa að sjálfsögðu alltaf verið bæði konur og karlar. Nú koma Ifka fleiri að stjórnuninni. Hvernig gekk fyrirtækið fyrstu árin? Ragnheiður: Við fengum mjög góðar viðtökur og vorum á blússandi siglingu þegar við fengum yfir okkur þungan brotsjó.

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.