19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 53

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 53
Eftir Herdísi Þorgeirsdóttur „Frelsi , J AFN RÉTTI □ G MISMUNUN“ Nýleg skýrsla um stöðu kvenna í fjölmiðlum á Islandi sýnir að hlutur þeirra er rýr hvort sem er í efnistökum, vali á viðmælendum eða í störfum á fjölmiðlunum. Og á meðan hlutur karla eykst með aldrinum eru fáar konur á skjánum yfir 35 ára aldri. 19. júní fór þess á leit við Herdísi Þorgeirsdóttur þjóðréttarfræðing að hún velti upp spurningum um tengsl fjölmiðla, fordóma, jafnréttis og mismununar. Eiga fjölmiðlar að hafa áhrif víð að rétta hlut kvenna? Er eitthvað við þá að sakast? Er ekki nóg að þeir endurspegli þann veru- leika sem fyrir er - það er ójafna stöðu kynjanna vítt og breytt um þjóðfélagiö? Eða er hugsanlegt að fjölmiðlar eigi einhvern þátt í því að það er langt í land í jafnrétti? Getur verið að niðurstöður fyrrgreindrar skýrslu séu vísbending um að fjöl- miölar viðhaldi ákveðnum fordómum í garð kvenna, ýti jafnvel undir kvenfyrirlitningu? Það kann að vera að fjölmiölar eigi þátt í því hvernig komið er. Það kann að vera að þeir stuöli að þessu ástandi sem nú ríkir, það er mismunandi aðgengi kvenna að fjölmiðlum, mótun opinberrar umræðu, skorti á kvenlægum sjónarmiðum í efnistökum eða þeirri „neikvæðu" mynd sem er dregin upp af konum f fjölmiölum. Segjum svo að eitthvað af ofangreindu standist - þá vaknar næsta spurning sem er sú hvort fjölmiðlum sé það ekki í sjálfs- vald sett hvernig þeir koma fram við helming mannfólksins. Hafa fjölmiðlar einhverjar skyldur við konur sérstaklega? Eru þeir varðhundur almennings - sem sumir kalla fjóröa vald - eða eru þeir bara að „endurspegla veruleikann" fordómalaust - hlutlaust? Og eiga þeir að láta þar við sitja? Eða mega þeir ekki láta þar við sitja? Eiga þeir að stuðla að mannréttindum? Ber þeim skylda til að standa vörð um lýðræðið? Það er hæpið að tala um lýðræði ef það er ekki jafnrétti. Frelsi fjölmiðla er tryggt í ákveðnum tilgangi. Og frelsi fjölmiðla er alveg sérstakt frelsi, ólíkt hinu einstaklingsbundna frelsi til tjáskipta. Fjölmiðlafrelsi er óhjákvæmilega forsenda þess að annað frelsi og réttindi fái notið sín. Fjölmiðlar hafa skyldur. Þess vegna njóta þeir sumpart ákveðinna forréttinda í lögum. Blaðamenn mega ganga út á ystu nöf í gildisdómum, sem þeir þurfa ekki að sanna að sé fótur fyrir. Þeir mega nota gífuryrði um opinberar persónur til að leggja áherslu á mál sitt. Þeir njóta verndar þegar þeir bera á borð öfgakenndar skoðanir og þeim er jafnframt uppálagt að hrista upp í fólki með upplýsingum og hugmyndum sem kunna að valda geðshræringu, stuða eða móðga. Það er alls ekki nóg að blaöamenn miðli áfram upp- lýsingum eins og varahlutum á færibandi. Þeir þurfa að setja upplýsingar og hugmyndir ( samhengi þannig að almenningur fái áttað sig á því um hvað umræöan snýst. Hlutverk fjölmiðla er ekki aðeins að miðla áfram „staðreyndum" til að fólk fái upplýsingar. Þeir eiga að sjá til þess að fólk sé upplýst, „vel uppfrætt" eins og Mannréttindadómstóllinn í Strasbourg orðar það. Og þarna er stór munur á. Þetta eru skyldur varðhunds almennings. Fjölmiðlum ber að standa vörð um hagsmuni almennings í þágu lýðræðisins. Ef lýðræðiö byggir ekki á upplýstu samþykki þá verðskuldar það ekki þetta nafn - heldur er það „farsi eða harmleikur", eins og James Madison sagði, nema vera skyldi hvoru tveggja. Lögmæti lýöræöisins byggir á því að niðurstöður almennra kosninga endurspegli raunverulegan vilja almennings en ekki skoðun mótaða af fjölmiðlum sem er stjórnað af annarlegum hagsmunum. Það er af þeim sökum sem rætt er um nauðsyn þess að draga úr viðskiptalegri og pólitískri íhlutun í ritstjórn- arlegt sjálfstæði. En þetta var nú aðeins smá inngangur um skyldur fjölmiðla - eins og þær eru m.a. túlkaöar af Mann- réttindadómstólnum í Strasbourg, hæstarétti Bandaríkjanna og í stjórnskipun flestra Evrópuríkja. Fjölmiðlar hafa skyldur í lýðræöisríki og þeir hafa skyldur við konur. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur sagði í sjónvarpsviðtali um konur og fjölmiðla að hinn hvíti, miðaldra, vel stæði karl- maður væri f fjölmiölum „rödd viskunnar og valdsins" - og sýndi síðan með látbragði hvernig mennirnir í Kastljósi reru 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.