19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 69

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 69
YFIR 20 ÞLISUND kdnur hlaupa saman Á ÁRI HVERJU í KVENNAHLAUPI ÍSÍ Yfir 20 þúsund konur á landinu öllu hafa tekið þátt í kvennahlaupi Iþrótta- og Ólympíusambands Islands undanfarin ár og er gert ráð fyrir svipuðum fjölda í ár. Að þessu sinni fer hlaupið fram á yfir áttatíu stöðum víðs vegar um landið hinn 16. júnf að sögn Gígju Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra kvennahlaupsins. „Markmið hlaupsins er fyrst og fremst að vekja áhuga kvenna á hreyfingu og heilsurækt," segir Gígja í samtali við 19. júní. Kvennahlaup (SÍ fór fyrst fram í Garðabænum árið 1990 en þá tóku þátt um 2.500 konur. Síðan þá hafa æ fleiri konur tekið þátt jafnframt því sem hlaupið hefur farið fram á fleiri stöðum á landinu. Hin síðari ár hefur aukinheldur verið hlaupiö á nokkrum stöðum erlendis. Þar á meðal í Belgíu, Danmörku, Bandaríkjunum og í Namibíu Gígja segir að ÍSÍ sé ekki síst með þessu hlaupi að leggja áherslu á almenningsíþróttir og fullyrðir að fjöldi kvenna hafi tekið sín fyrstu skref í frekari heilsueflingu með því að taka þátt í kvennahlaupinu. „Margar konur hafa byrjað að stunda reglulega heilsurækt með þátttöku sinni í hlaupinu," segir hún og bendir jafnframt á að elstu þátttakendurnir hafi verið hátt á tíræðisaldri. Þeir yngstu séu böm sem keyrð eru í barnavagni. „Því má bæta við að rannsóknir hafa sýnt að tengsl séu á milli þátttöku mæðra í hreyfingu og heilsurækt og dætra þeirra. Þannig eru meiri líkur á því að stúlka stundi heilsurækt ef móðir hennar sýnir gott fordæmi og gerir slíkt hið sama." Þegar Gígja er innt eftir því hvers vegna hlaupið hafi hlotið eins góðar viðtökur og raun ber vitni segir hún að það sé ef til vill vegna þess hve góð stemmning hafi skapast í kringum það frá upphafi. „Það myndaðist strax afar jákvæð stemmning í kringum hlaupið. Þar taka þátt mæður, systur, dætur og vinkonur og eiga ánægju- lega og heilsusamlega stund saman," útskýrir hún, „en hlaupið er þó sennilega líka vinsælt vegna þess að það er ekki keppni. Aðal- atriðið er að taka þátt. Hver kona getur því hlaupið eða gengið á sfnum eigin hraða." En hvers vegna stendur fSÍ ekki líka að karla- hlaupi? „Þarna kemur að mismuni kynjanna. Ég efast um að stemmning í þessum mæli myndi skapast í kringum sérstakt karlahlaup. Brottfall stúlkna úr íþróttum er auk þess hlutfallslega meira en brottfall drengja. Með þessu er því verið að hvetja konur sérstaklega til að hreyfa sig og stunda heilsumsamlegt líferni." • Spjallað á leiðinni! Hressar konur á Stöðvarfirði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.