Fréttablaðið - 03.12.2010, Side 66
8 föstudagur 3. desember
núna
✽ brosið blítt
mælistikan
Á uppleið:
Hlýjar sokkabuxur. Það
þarf ekki að fórna flott-
heitunum þó maður
klæði sig vel. Hægt er að
fá ýmsar flottar en hlýj-
ar sokkabuxur og nýj-
asta nýtt eru flísfóðrað-
ar sokkabuxur.
Jólakort. Á tímum tölvuvæðingar
og netpósta
er gaman að
fá gamaldags
jólakort frá
vinum og
vandamönn-
um. Það er
jafnvel hægt
að fá sér sunnu-
dagsbíltúr og bera
kortin út sjálfur.
Róleg kvöld. Takið frá eitt kvöld
í viku og gerið eitthvað huggulegt
fyrir ykkur sjálf. Njótið þess að
slappa af inn á milli.
Á niðurleið:
Óskipulag.
Óskipulagt heimili
eða vinnuumhverfi
er óhollt. Kaupið
fallega kassa og
möppur og
takið skápa
og hillur í
gegn. Ykkur
mun líða miklu
betur á
eftir.
Óhóf-
leg drykkja. Það
er fátt eins ósjarmerandi og
að sjá uppáklætt fólk skjögra
um götur miðbæjarins í
annarlegu ástandi með
tómlegt augnaráð.
Jólaskrautið í
Kringlunni. Glimmer-
húðuð hreindýr með blikk-
andi ljósakransa um háls-
inn er eitthvað svo ónátt-
úrulegt og nánast eins og
árás á augun.
ALDUR? 33 ára.
STARF? Grafískur hönnuður, ferða-
langur og svifvængjaflugmaður.
HVAÐ ERTU BÚIN AÐ STUNDA
SVIFVÆNGJAFLUG LENGI? Í eitt
og hálft ár.
AF HVERJU BYRJAÐIRÐU? Að sjá
hamingjuglottið á Anitu, ferðafélaga
mínum og svifvængjavinkonu, eftir
flug smitaði út frá sér og ég bara
varð að prufa.
HVAÐ ER ÞAÐ BESTA VIÐ SVIF-
VÆNGJAFLUG? Frelsið sem fylgir
því að geta flogið eins og fuglinn.
ER ÞETTA DÝRT ÁHUGAMÁL? Nei,
ekki svo. Startpakkinn, það er græj-
ur og námskeið, er á bilinu 300.000
til 700.000 krónur. Eftir það er
kostnaðurinn í raun aðeins ársgjald-
ið í Fisfélag Reykjavíkur og aukinn
ferðakostnaður, sem er bara af hinu
góða.
ÁSA RÁN:
Svífur frjáls
eins og fuglinn
DELLU
kerling
Í KJALLARANUM Leðurblökubarinn opnar í kjallaranum á
skemmtistaðnum Bakkusi í kvöld. Kjallarinn var málaður og
skreyttur af Siggu Björg Sigurðardóttur og er víst að þetta
verður staður þar sem næturhrafnarnir eiga eftir að
sækja í framtíðinni.
B
rettafélag Íslands hefur staðið fyrir skipu-
lögðum brettaferðum undanfarin ár og verð-
ur fyrsta ferðin í vetur farin í dag. Áfangastað-
urinn í þetta sinn er skíðasvæðið á Siglufirði þar
sem nægan snjó er að finna.
Linda Sumarliðadóttir, formaður Brettafélags
Íslands, segir ferðirnar skemmtilegar og yfirleitt
sé reynt að heimsækja mismunandi skíðasvæði í
hvert sinn. „Við reynum að heimsækja öll lands-
hornin en endum gjarnan á Siglufirði því skíða-
svæðið er æðislegt og heimamenn alveg yndisleg-
ir,“ segir Linda.
Innt eftir því hvort stúlkur séu duglegar að fara
í slíkar ferðir viðurkennir Linda að þær mættu
vera fleiri. „Það eru alltaf fleiri strákar en stelp-
ur og ég skil ekki alveg af hverju. Það er nóg af
stelpum sem stunda sjóbretti og margar eru alveg
ótrúlega góðar, kannski eru þær of feimnar til að
skrá sig í ferðirnar?“ segir Linda og bætir við: „Við
erum reyndar með hóp innan félagsins sem kallast
Stelpubrettafélagið og hann mun standa fyrir sér-
stakri stelpuferð í Bláfjöll 9. desember næstkom-
andi í samstarfi við Nikita. Ég hvet allar stelpur
eindregið til að skrá sig í það.“
Nánari upplýsingar um ferðir Brettafélags Ís-
lands má finna á heimasíðu þeirra, www.bretta-
felag.is. -sm
Brettafélag Íslands leggur land undir fót:
Heimsækja öll landshornin
Heimsækir Siglufjörð
Linda Sumarliðadóttir,
formaður Brettafélags
Íslands, hvetur allar
stelpur sem stunda
snjóbretti til að skrá sig
í ferðir félagsins í vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM