Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 28
250
vissi, hvaS rétt var. Honum hafði veriö kent, að kristindómur-
inn getur ekki samrj'mst álfaheiminum, að GuS getur ekki átt
samneyti við B'elial. En nú var lífsprófið byrjað fyrir Ólafi. Nú
átti hann að standa reikningsskap á þvi, sem hann hafði lært.
Álfamærin býður honum æfidvöl hjá sér. Ólafur færist undan.
Hún beitir brögðum: hann gæti þó að minsta kosti gefið sér
einn koss. Ólafur vissi, að jafnvel það var rangt; ;en þá var afl-
ið ékki nógu sterkt til að sneiða sig algjörlega hjá hinu illa.
Fyrsta sporið út á leið lastanna er vanalega stigið mót betri vit-
und. Það var líka tilfellið í þetta sinn. Hann “kysti frú með
hálfum huga”, og það varð hans bani, því hún notaði þetta að eins
sem yfirskin til að geta vegið hann.
Þetta afl, sem situr um líf manna, sem beitir öllum brögðum
til að myrða sálir iþeirra, er afl mannkynsóvinarins. Alt, sem
hann framkvæmir, er unnið af hatri. Vilji hans er að gjöra öll-
um ilt. Hér ræðir því um afl, sem er í algjörðri mótsetningu
við Guð.
Þ’egar vér lítum yfir mannlífið, eins og vér þekkjum það nú.
eða eins og vér þekkjum það í liðinni tíð af sögunni, á hvoru afl-
inu ber meira, kærleikanum eða hatrinu, afli lífgjafans eða morð-
ingjans, himnaríki eða helvíti, hinu guðlega eða hinu djöfullega?
Ekki er sjáanlegt, að vér gætum haldið viti, ef vér teldum
hið djöfullega sterkara hinu guðlega. Vér höldum lífi að eins
vegna þess, að vér trúum, að í baráttunni gjörvallri vinni hið
góða á endanum algjöran sigur og að þvi komi, að síðasti
óvinur lífsins og kærleikans verði að velli lagður.
En hlutdrægnislaust, án tillits til trúar og vilja, hvað sjáum
vér í mannlífinu?
Margir sjá í náttúrunni spegil mannlífsins. Þeir rekja
mannlífsöflin þangað eins og að uppsprettu og fá þar skýring
margs þess, sem annars yrði torskilið. Um gildi þessarar að-
ferðar að leita sannleikans, skal hér ekki dæmt, en um það þarf
þó enginn maður að efast, að þaðan má draga fjöldá mörg dæmi,
sem sannleikanum geta orðið til skýringar, og af þessari ástæðu
var náttúran uppspretta ýmissa dæmisagna frelsarans..
Hvernig er þá ástandið í riki náttúrunnar?
Til er æfintýri eftir Hans Cristian Andersen um vatnsdropa.
Galdrakarl, sem hét Iði-Skriði, var að horfa á dropa af
vatni, sem hafði verið tekinn úr úldnum forarpolli. Hann lét
“galdrablóð af langfínustu tegund í dropann. til þess betur kæmi
í ljós það, sem í dropanum var. Þá kom annar galdrakarl að
heimsækja Iða-Skriða, og spurði hvað þetta væri. Hann horfði
í gegn um stækkunarglerið og sá það sem honum sýndist stór