Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 9
231 Þórðar Þorlákssonar biskups í Skálholti. Komst hann brátt í mikla kæreika hjá biskupi; fékk kennaraembætti við Skálholtsskóla næsta ár; síðan var hann skipaður kirkjuprestur þar á staðnum, og varð upp frá því vildar- maður og hægri höncl biskups, sem um þær mundir var farinn mjög að heilsu. Þórður biskup andaðist í miðjum marzmánuði 1697. Hafði hann litlu fj’rir dauða sinn látið senda til konungs beiðni um að Vídalín fengi biskupsembættið eftir sinn dag. Um vorið fór Jón utan og sókti um embættið. Þeg- ar til Hafnar kom, reyndist engin vanþörf á því, að hann liti eftir sínum hag um veitinguna, því að einn af gæð- ingum konungs, Nils Juel flotaforingi, lagði mikið kapp á að fá vildarmann sinn einn danskan hafinn til biskups- tignar í Skálholti. Lá við sjálft, -að Jón misti af em- bættinu. Þó varð það úr, meðfram fyrir tilhlutun Árna Magnússonar prófessors, að Jón var skipaður biskup í Skálholti. Tók hann biskupsvígslu vorið 1698. Vídalín var maður skapstór og fylginn sér, og reyndist hann brátt aðsópsmikill í biskupsembættinu. Hann tók nokkuð liart á brotum klerka og lét þá sjaldan sleppa við hegningu, þegar þeir höfðu eitthvað til saka unnið. Sú röggsemi mæltist misjafnlega fyrir, sem vænta inátti, því að aldarhátturinn var laus á kostum í siðferð- issökum og klerkar ekki vanir ströngum aga. Óánægjan, sem af þessu hlauzt, var vafalaust völd að flestum deil- um biskups og málaferlum. Ónærgætinn eða harðgeðja var Jón biskup þó alls ekki. Hann var einmitt frámunalega brjóstgóður mað- ur; enda hefir íslenzk alþýða lagt á minnið þann kostinn í fari hans öðrum dygðum fremur, svo sem auðsætt er á munnmælasögum þeim, er af honum eru sagðar. Hann var örlátur við fátæka og vægur í kröfum við landseta biskupsstólsins. Þó græddist honum von bráðar fé, því að hann var dugnaðarmaður í öllum greinum og stór- huga. Svo sem vænta mátti af slíkum manni, þá var Vída- lín vægur við lítilmagna, en kappsamur og óhlífinn, þeg- ar stórbokkar áttu í hlut; þoldi illa yfirgang og stífni slíkra manna. Um þær mundir lá einmitt sú öld í landi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.