Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 18
240
jjeim syndum eins og hinum. Aðrir bættu svo fleiri sökum
við, og urðu stefnurnar tvær í þessum efnum. Guðfræð-
ingar þeir, sem strangari voru, fylgdu Lúter, hinir fylgdu
Melankton. Þó voru þeir miklu fleiri, sem aðhyltust
kenning Lúters, þar til skynsemskan kom til sögunnar á
átjándu öld. Hún tók auðvitað tveim höndum við stefnu
Melanktons-sinna, og losaði enn meir á böndunum; bætti
allskonar brotum við skilnaðarsaka-listann, eftir eigin
geðþótta. 1 lúteiiksum þjóðkirkjulöndum hefir þetta
bessaleyfi skynsemsikunnar haldist við frám á þennan
dag.
Kirkjan hvarf þó aftur að sínum npphaflega strang-
leik hér í Yesturheimi, þegar hún fór að eiga með sig
sjálf. Hún fylgir hér yfirleitt Lúter fremur en Melank-
ton í þessu máli, nema hvað sumar deildirnar eru jafnvel
enn strangari en Lúter var, og kalla snga synd réttmæta
ástæðu fyrir skilnaði, nema óskírlífið eitt. Þó er strang-
leikinn miklu minni hjá öðrum.
Um kirkjufélagið íslenzka er það að segja, að hjá
oss hefir aldrei verið tekin ákveðin stefna í máli þessu.
0g þar sem vér höfum með lögum vorum lýst því yfir, að
vér stæðum á sama trúar-grundvelli eins og kirkjan á fs-
landi “í játningarritum sínum”, þá lægi sjálfsagt sú á-
lyktun beinast við, að með tilliti til hjúskaparhelginnar
værum vér enn háðir kenningum og venjum móðurkirkj-
unnar. En hún er talsvert “rúmgóð” í þessum sökum,
svo sem kunnugt er.
Þó væri rangt að kenna eintómri vantrú eða skyn-
semsiku um afstöðu móðurkirkju vorrar við mál þetta.
Ihaldssamir kirkjuleiðtogar íslenzkir, þeir er minsta til-
hneigingu hafa haft til að kenna eftir eigin geðþótta eða
hártoga kenningar Guðs orðs, hafa þó víst aldrei sýnt af
sér vægðarlausa dómhörku, þegar um hjónaskilnað var
að ræða. Nokkuð er það, að Helgi lektor Hálfdánarson,
sem enginn flysjungur hefir verið talinn, eða skynsemis-
trúarmaður, fer mildum orðum og gætnum um sakir þær
í fyrirlestrum sínum um kristilegci siðfræði. Ummælí
hans eru á þessa leið: ‘ ‘ Kristur telur hórdóm gilda skiln-
aðarástæðu, og jafnvel hina einu gildu ástæðu til skilnað-
ar. En nú mætti spyrja, hvort það sé þá einungis hór-