Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 17
239
konu sína eða rekur h.ana frá sér, eða konan hleypur frá
manninum.
Þessi síðari ritningarstaður þarf fremur athugunar við
en sá fyrri. Postulinn er að leggja lífsreglur giftu fólki
í Korintuborg. Kristnum hjónum segir 'hann, að þau
eigi að halda saman og skilja ekki; ef annað hjónanna sé
kristið, en hitt ekki, þá megi ekki kristni aðilinn af þeirri
ástæðu rjúfa hjúskapartrygðina. En ef ókristni maður-
inn sækir um skilnað frá kristinni konu, eða yfirgefur
liana, þá sé öðru máli að gegna, þá sé bezt að taka skiln-
aðinn til greina, og haga sér þar eftir. Orð postulans
liljóða svo: “En ef hinn vantrúaði vill skilja, þá fái
hann skilnað (eða: ‘ef hinn vantrúaði fer frá henni, þá
fari hann leiðar sinnar’); því að livorki bróðir eða systir
eru þrælbundin í slíkum efnum.” Þrælbundin við hvaðf
Það er óhugsandi, að postulinn eigi ekki við annað en
það, að kristin kona .sé ekki skyldug til að elta á röndum
heiðinn mann, sem við liana hefir skilið, og þýðist ekki
sambúð hennar. Það hefði verið fremur barnaleg fyrir-
skipun um sjálfsagðan hlut. Hitt hlýtur því að vera
meiningin, að þegar svo standa sakir, sé saklaus maður
eða kona laus undan þrældómi við rofinn sáttmála — sé,
með öðrum orðum, frjáls við hjúskaparheitið og megi
ganga í annað hjónaband. Hér er því, eftir þessum
skilningi, gjörð grein fyrir réttmætri skilnaðasök, sem
fólgin er á því, að annar aðili yfirgefur liinn, — eða rekur
frá sér, — af illum hug og til langframa.
í fljótu bragði mætti virðast svo, sem þessi orð Páls
kæmi í ibága við kenning frelsarans, sem bannar hjóna-
skilnað og nefnir enga nndntekning nema hórdóm. En
sú mótsögn liggur að eins í bókstafnum. 1 báðum sök-
unum liggur sama syndin, nefnilega trygðarof svo stór-
vægilegt, að það slítur sjálft hjartað úr hjúskapar-sátt-
máíanum og gjörir hann dauðan og ómerkan.
Þetta var kenning Lúters og hlaut hún alment fylgi
lúterskra guðfræðinga fram á síðustu öld. En sumir
vildu bæta öðrum sökum við þessar tvær, sem Lúter hafði
bent á. Melankton var þar efstur á blaði. Hann taldi
með réttmætum skilnaðarsökum banaráð og óþolandi
grimd eða harðneskju, af því að sama ótrygðin lægi í