Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 11
233 síðari förinni, þrevttur og lasinn, barst honum sú fregn, að mágur hans, Þórður Jónsson prófastur á Staðarstað, í Snæfellsnessýslu, væri látinn. Biskup brá þegar við og lagði isamdægurs af stað aftur að heiman áleiðis vestur að Staðarstað, til þess að veita mági sínum hinstu þjón- ustuna. Ætlaði hann norður um Kaldadalsveg, en veiktist á leiðinni, og andaðist úr lungnabólgu í sæluhúsi við Hallbjarnarvörður, þar uppi á fjallveginum, þrítug- asta ágúst 1720. Þar heitir síðan hiskupsbrekka. Jón Vídalín var jarðaður í Skálholti sjötta september. Má vafalaust með sanni segja, að þar hafi verið moldu aus- inn hinn allra mælskasti kennimður, s'em Island hefir eignast. En rödd Vídalíns var ekki þögguð niður í dauðanum. Hann hafði ritað og gefið lít margar guðsorðabækur, er sumar urðu handgengnar alþýðu, en engin þó eins og hús- lestrabók hans, sem vanalega er kölluð “Jónsbók” eða “Vídalíns postilla.” Sú bók hefir náð meiri hylli meðal Islendinga heldur en nokkur guðsorðabók önnur, að und- anteknum Passíusálmunum. Og bókin átti þær vinsæld- ir skilið, því að hiín ber af flestu öðru prédikanamáli ís- lenzku eins og gull af eiri, og þolir jafnvel samanburð við mörg meistaraiverk erlend, sem fræg hafa orðið í sömu grein. Þar fara saman flestir þeir eiginleikar, sem andlega ræðusnild geta prýtt: kunnugleikur frábær á biblíunni, svo að í hverri prédikun er vitnað í fjöl-marga ritningarstaði, sem eiga hver öðrum betur við efnið; náin kynni við allskonar fróð'leik annan, sem notaður er í ræðunum óspart, en aldrei út í hött; liðugt mál, heppið og j)róttmikið orðarval; ferskleikur og tilbreytni, -sem vekur lesandann, en lieldur honum þó við efnið; kjarn- yrði hæfin og ógleymanleg, svo að segja á liverri blað síðu. En kostir þessir bera þó, aldrei ofurliði. megin- ágætið sjálft, sem er heill og hiklaus kristindómur, þrung- inn eldlieitum siðferðisáhuga, óhlífinn við syndir allar, en mildur jafnframt og huggunarríkur, þegar um náðar- erindið er að ræða. Þó ber þar meira á eldinum, en á blíðunni. Vídlín fer sjaldan bónarveg að áheyrandanum, eins og kennimenn tíðka, og líklega langt um skör fram.. nú á dögum. ITann kemur fram oins og spámennirnir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.