Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 3
aminmngitt.
Mánaðarrit til studnings kirkju og kristindómi íslendivr
gejið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi fsl. í Vestrheinn
XXXV. árg. WINNIPEG, ÁGÚST og SEPTBMBEK Nr. 8 og 9
Gleymið ekki starfinu.
Það ríður á því, að allir hafi liugfast á milli kirkju-
þinga að koma því í framkvæmd, sem þar er ákveðið.
Svo oft stranda góð málefni á því, að ekkert er gert.
Kirkjuþingsmennirnir ætti manna bezt að muna eft-
ir málunum og vera ötulir í að veita þeim stuðning. Til
þeirra hafa kirkjuþings tíðindin verið send til útsölu.
Þeir ætti að selja þau undir eins og koma andvirðinu um
hæl til ráðsmanns útgáfufyrirtækjanna, hr. Finns Jóns-
sonar. Eg vona, að allir verði búnir að lúka því starfi
áður en orð þessi ná til þeirra. Ef ekki, að þeir bregði
þá undir eins við og sendi andvirðið. Enginn má gleyma
skylldu sinni í þössu eifni. Það ríður á því, að Kirkju-
þings tíðindin sé keypt og lesin.
Sama gildir um önnur störf. Það þarf að útvega
Sameiningunni kaupendur, selja rit og bækur kirkjufé-
lagsins, lilynna að stofnunum þess og á margan liátt að
greiða fyrir málum. Að þeir, sem eitthvert sérstakt
hlutverk hafa á hendi, sinni því vel, er afar nauÖsynlegt,
en ekki síður er þör'f á því, að ótal margir 'styðji starfið
sem sjálfboðar, með ýmsu móti. Prestunum og söfnuð-
unum er kunnugt um málin, sem eru á dagskrá og styÖja
þarf, og ótilkvaddir ætti þeir að finna livöt hjá sér til að
láta ekkert þeirra verða út undan.
Allir ætti að muna, að okkar kirkjulegi félagsskapur
þarf á þeirra liðsinni að halda.
Iv. K. 0.