Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 65
287
Framkvæmdarnefnd kirkjufélagsins hefir haldih tvo fundi síSan-
blaöiS kom út síöast — bá8a í Winnipeg. Fyrri fundurinn var hald-
inn tuttugasta júlí og næstu daga; sá sí8ari á mánudag, 23. ágúst.
Aut5séS er, að nefndin ætlar ekki að liggja á liði sínu, enda hefir hún
vandamálum ýmsum úr að greiða. Þau standa flest í einhverju sam-
bandi við dýrtíðina og fjárkostnað þann, sem hún hefir leitt af sér,
í fyrirtækjum ölktm og starfsemi kirkjufélagsins.
Þeir, sem eiga þurfa einhver bréfa-viðskifti vi'S framkvæmdar-
nefndina, eru beðnir að gæta þess, að störfum hennar hefir verið
skift upp eins og hér segir: Formaður (\ fjarveru séra Björns) er
séra Kristinn K. Ólafsson á Mountain, N. Dak; skrifari, séra Friðrik
Hallgrímsson, Baldur, Man.;; heimatrúboðsmálin hefir meS hönd-
um séra Jónas A. Sigurðsson, Churchbridge, Sask.; heiðingj atrú-
boðsmálin annast séra N. Steingrímur Thorláksson, Sélkirk, Man.
hr. Finnur Johnson, bóksali í Winnipeg, féhirðir kirkjufélagsins og
ráðsmaður Sameiningarinnar, annast útgáfufyrirtækin og önnur-
starfsmál, og lítur ertir útsölu bóka og rita. Áritun hans er Box
3144, Winnipeg, Man.
Eitt af vandamálum þeim, sem fyrir nefndinni liggur til um-
hugsunar og úrræða, er útgáfukostnaður Sameiningarinnar. Kaup-
gjald prentara er alt af að hækka, sömuleiðis verðið á prentpappír og
önnur útgjöld. Þó vill nefndin gjöra alt, sem í hennar valdi stend-
ur, til að halda verði blaðsins niður. Hún samþykti á síðasta fundi
tillögu frá Gunnari B. Björnssyni í Minneota, um að leitað skyldi til
safnaðanna eftir fjárstyrk—örlitilli upphæð frá hverjiun söfnuði —
og jafnframt skyldi senda áskorun til fólks vors um að útvega blaðinu
nýja kaupendur. Einnig verður reynt að fá fleiri auglýsingar. Þess
ber að geta, að ritstörfin og p ófarkalestur, alt nema ráðsmenskan, eru-
verk, sem alla tíð hafa verið unnin í þarfir blaðsins fyrir ekki neitt.
Það ómak hafa tilkjörnir starfsmenn lagt á sig með glöðu geði, og
þá langar til að láta starfið fara sem allra bezt úr hendi. En þá er
hins vegar ekki nema sanngjarnt að ætlast til samúðar og styrks af
hálfu lesendanna og fólks vors yfir höfuð, svo blaðið geti orðið að
tilætluðum notum.
Prestafélagið hafði fund í Selkirk 24. ágúst og næstu daga. Þa'
voru mættir tíu prestar kirkjufélagsins. Þeir séra Björn B. Jónsson,.
séra Sigurður Ólafsson, séra Adam Þorgrímsson og séra Pétur
Hjálmsson gátu ekki sótt fundinn, sökum fjarlægðar og annara for-
falla. Séra Kristinn var kallaður heim aftur í fundarbyrjun. Séra
Runólfur Runólfsson, sem nú þjónar Skjaldborgarsöfnuði, var tekinn
inn í félagið. Hann stóð áður i prestafélagi lútersku, sem heitir
Ministerium of Pennsylvania.
Selkirk söfnuður hefir stækkað samkomuhús sitt, og verður það-
notað fyrir guðsþjónustur, þangað til söfnuðurinn sér sér fært að
koma upp nýrri kirkju. í húsi þessu var haldin samkoma, til arðs.