Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 13
235 nr sín á milli. Því miður hefir þetta við heilmikil rök að styðjast, sé átt við höfðingjahópinn allan í heild sinni. Hart hefir oft verið í ári hjá Islendingum, en sjald- an hafa þeir átt við erviðari kjör að búa heldur en í byrj- un átjándu aldar. Þá var einveldið komið í algleyming; alþingi nýlega svift hinum síðustu leifum sinnar fornu tignar og myndugleika; veitingar-vald embætta og yfir- stjórn allra mála hafði konungur dregið í sínar hendur algjörlega; glundroði afskaplegur kominn á lög öll og réttarhöld; verzlunar-einokunin .svo óbærileg, sem húrt framast gat orðið—hert á þeim böndum talsvert mikið einmitt um þær mundir. Ofan á þetta hættust harðinda- ár óskapleg rétt fyrir aldamótin, og að síðustu drepsótt sú, sem nefnd hefir verið “stórahóla”. Hún geisaði um landið á árunum 1707—1708, og eyddi fullum þriðjung iandsmanna. Satt er það, að málaþref leiðtoganna og framtaksleysi um nauðsynjamál almennings, var mönn- um þeim til lítils heiðurs, þegar svo stóðu sakir. En að Jón Vídalín sé þar jafn-sekur öðrum eins mönnum og Oddi Sigurðssyni eða Páli Beyer, það verður alls ekki með réttu játað. Biskup bar hag almennings fyrir brjósti og veitti þurfalingum óspart hjálp í harðindunum og drepsóttinni. Fyrir því eru nægar sannanir. Hann hætti stórum hag sjúklinga á holdsveikrahælunum og sýndi af sér mannúð og brjóstgæði með mörgu móti. Eins má með sanni segja, að málaferli biskups hafi langflest stafað af vandlætingasemi hans og siðferðisáhuga. En hitt er þó engu að síður hverju orði sannara, að Vídalín beitti sér aldrei verulega fyrir málstað almennings. Hann var ekki framtakssamur í umbótamálum eins og Guð- brandur biskup. Öllum sínum beztu hæfiléikum beitti hann á svæði trúar og siðferðis. Þar átti hann heima. En þegar til heimsmála kom, þá istóð hann þar sem sam- tíðin stóð, allur í einveldishugsjóninni. Það var eins og menn gæti ekki órað fvrir annari stjóriíárskipun á þeim dögum, heldur en einveldinu; það glapti mönnum sýn,J gjörði þá framtakslausa í þjóðmálum. Þéir hugsuðu sér framfarir og umbætur eins og mola, 'sem'einveldið léti náðarsamlegast falla af borði sínu. 1 þessu var Jón hiskup liáður anda sinnar tíðar og hvorki þrællyndari né
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.