Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 58
280
sagSi honum greinilega frá högum sínum og framtíöarhorfum og
því, hve góS Mrs. Brown heföi veriö sér.
Tíminn leið, og hann var í mestu vandræöum aö ráSa við sig
hvað hann ætti að gjöra. Mrs. Brown talaði ekkert um það við
hann, því hún vildi að hann væri algjörlega sjálfráður.
Einn dag, þegar hann var að koma á skrifstofuna eftir mið-
degisverS, sagði félagi hans einn, sem með honum var, við hann:
“Hefir þú frétt að hann Crane, auðmaöurinn mikli, varð bráð-
kvaddur í morgun? Eg geng fram hjá húsinu hans á hverjum
degi á leiðinni þangað, og þegar eg gekk þar fram hjá í morgun,
var verið að festa sorgarblæju á dyrnar. Hann fékk hjartaslag.
Nú getur sonur hans eytt eins miklu og hann langar til, því hann
fær helminginn af öllum eigunum.”
Eben hafði lítið hugsað um Cranes-fólkið þessar síðustu
vikur; hann hafði um lítið annað hugsað, en framtiðarhorfur
sjálfs sín.. Og hann hafði verið gamla manninum lítt kunnugur,
þó að hann hefði leikið sér með börnum hans.
í kvöldblöðunum voru langar greinar um andlát Cranes og
dugnað 'hans og auðlegð.
E'ben var enn ekki búinn að ráða við sig hvað hann ætti að
gjöra, þegar annað bréf kom frá frænda hans, og í því var meðal
annars þetta: “Ef þú ræður við þig að koma, þá skaltu taka
Mrs. Brown með þér, ef hún vill koma, og eg skal láta hana
hafa þægilegt heimili og gott kaup, því mér kemur vel að fá
hingað konu eins og hana. Og ef þú veizt um einhvern myndar-
legan ungan mann, sem þig langar til að hafa með þér, þá mátt
þú líka koma meði hann, því eg hefi nýlega mist góðan mann og
þarf að fá annan í hans stað.”
“Þetta gjörir málið miklu auðveldara viðureignar,” sagöí
Eben, þegar hann hafði sýnt Mrs. Brown bréfið, “því nú kemur
þú með mér vestur..”
“Þú verður að ráða við þig hvað þér er sjálfum fyrir beztia,
hvað sem mér líður,” mælti Mrs. Brown. “Það fer vel um míg
hér; en ef þú afræður aði taka boði frænda þíns, þá þigg eg með
þökkum að fara með þér.”
Nokkrir dagar liðu, og mánuðurinn var því nær á enda liðinn.
Þá kom til þeirra gestur eitt kvöld. Það var séra Ellston. “Eg
hefi ekki komið hingað í borgina síðan eg hitti þig í bankanumn,
Eben,” sagði hann, “en eg kom nú til þess að finna aumingja
Cranes systkynin.”
“Það var raunalegt fyrir þau, að missa hann föður Stnn
svona snögglega,” svaraði Eben.
“Já, það er vist,” svaraöi presturinn. “En verst er, að faðir