Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 53
275
einlægt fer vaxandi. Hættan, sem stafar úr þessari átt, er mjög af-
varleg, þegar svo er komiö, að ein hjón af hverjum átta, sem giftast,-
skilja. Á þennan hátt er hin kristilega hugsjón um heimiliS og hjú-
skapinn fótum troðin. Skilna'öur er veittur fyrir auðvirðilegustu
ástæður, og hefðin, sem kemst á í þessu, dregur úr heilbrigðu al-
menningsáliti. 'Það er því ekki vanþö.f á því, að allar kristnar
kirkjudeildir beri fram sem ákveðnastan vitnisburð í þessu efni.
Baptistarnir mæla með þvi, að hert sé á löggjöfinni, en ‘þó það væri
mjög æskilegt, að meira samræmi væri hvað löggjöf um hjúskap og
hjónaskilnað snertir í ríkjunum, finst oss að kirkjunnar verk ætti
ckki að vera að reyna að koma á löggjöf, heldur að bera vitnisburð-
og skapa heilbrigt almenningsálit. Kirkjan þarf að halda fram
kenningu Guðs orðs í þessu efni hiklaust, og kennimenn kirkjunnar
þurfa að hafa djörfung til þess að neita að gifta aðskildar persónur
að nýju, nema þeim sé kunnugt um, að sá, sem hlut á að máli, hafi
fengið skilnað af ástæðum, sem viðurkendar eru í Guðs orði. En
eina skýlausa ástæðan fyrir hjónaskilnaði, sem þar er gefin, er ó-
trygð hjónanna hvors við annað, og sá, sem orðið hefir fyrir slíkri
ótrygð, en sjálfur verið saklaus, hafi rétt til skilnaðar og að giftast
að nýju. En oftast er erfitt að komast eftir því sanna í þessu efni,
og réttast því að fara mjög varlega í því að gefa viðurkenningu
ldrkjunnar vafasömum hjónaböndum.
Á þingi Synod of the Northwest, sem er ein deild af United
Lutheran Church, var samþykt á þessu sumri, að gera tilraun til að
fá allar deildir lútersku kirkjunnar í Norður Dakota til að taka sam-
an höndum um að koma upp í sameiningu æðri mentastofnun í Bis-
marck, höfuðstað ríkisins. Slík samvinna er mjög æskileg, og styður
að því að áhrif kirkjunnar geti notið sín betur. Ef hver deild lút-
ersku kirkjunnar í ofannefndu ríki væri út af fyrir sig um að koma
upp skóla, yrði margir smáskólar, er allir að líkindum ætti í vök að
verjast, en með samvinnu ætti einn skóli að geta orðið öflugur og
talsvert fullkominn. — í Manitoba eru lúterskir Svíar að stofna til
skólabyrjunar. Hve æskilegt hefði það verið, ef með þeim og voru
íslenzka kirkjpfélagi hefði tekist samvinna um skólamál, svo öflug
sameiginleg stofnun hefði komist á, þar sem þeir gæti lagt rækt við
sinn sérstaka þjóðararf, og vér við vorn þjóðararf, en fullkomin sam-
vinna verið um það, að gera skólann sem bezt úr garði, sem hérlenda
kristilega mentastofnun.
Hinn nýlátni dr. Schmauk, er oft hefir verið nefndu: t þessum'
fréttum, gaf 1,200 dollara í erfðaskrá sinni til viðreisnarstarfs innan
lútersku kirkjunnar í striðslöndum Norðurálfunnar.
Dr. William J. Hickson í Chicago, er veitir forstöðu einni bezt
þektu rannsókna-stöð sálarsjúkdóma í heiminum (psychopathic labor-
atory), er á meðal þeirra, sem ekki telja heilbrigt, hvernig o«;a-borðs