Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 12
234 forðum, í Drottins na'fni með Drottins orð, og talar því með vaidboði hispurslaust, án þess að láta það nokkuð á sig fá, hvort erindið verði með þö'kkum þegið eða van- þakklæti. Og þetta spámannlega liugrekki, þessi lifandi meðvitund um guðlegt vaid þess erindis, er hann flytur. er óefað svipmesta einkennið á prédikunum Jóns Vídalíns. En nú er “Jónsbók” að falla í gleymsku , og er það illa farið, því að hún er mælskasta guðsorðaritið óefað, og kröftugasta, sem samið hefir verið í óbundnu máli á Islandi. En fyrnskan, sem yfir það verk er fallin, er ekki höfundinum að kenna. Hún verður að reiknast á kostnað aldarandans, sem nú ræður. Nýjungagirni vorr- ar aldar veitir andlegu frelsi heilmikla varadýrkun og syngur sjálfri sér lof fyrir víðsýni, hvenær sem hún opn- ar munninn. En frjálslyndið hennar er þó ömurlega fatlað, þegar til reyndar kemur. Hún breiðir faðminn móti öllum kenningum og lífsskoðunum, mögulegum og ómögulegum — nema heilbrigðum kristindómi. Hann getur hún með engu móti liðið ; g’etur jafnvel ekki látið hann njóta sannmælis. En ef sagt er aukatekið orð um blett eða lirukku á einhverju nýmælinu — hærri kritík, nýguðfræði, guðspeki, andatrú, rússneskum “isma” næt- urgömlum eða einhverju þess háttar — þá fær hún ekki á heiili sér tekið, svo mjög sárnar henni “ þröngsýnið” í slíkum aðfinsluin. Sjálf er hún þó svo misvitur í “víð- sýninu”, að hún gefur engan gaum að ræðum Vídalíns framar, og lítur jafnvel sjaldan afsökunarlaust í Passíu- sálmana. Vert, er að minna þessa frjálslyndu kynslóð á það, að í sjálfu svartnætti miðaldamyrkursins var þröng- sýnið aldrei meira en svo, að lærifeður kirkjunnar höfðu hinar mestu mætur á skáldskap og heimspekiritum eftir heiðna höfunda, og auðguðust mikið af þeim fjársjóðum. Jóni Vídalín og öðrum höfðingjmn, er uppi voru á íslandi um hans daga, hefir verið b.rugðið um sorglegt ræktarleysi við l.and og lýð. Sakargiftin er sú, að í stað þess að berjast fyrir hag og réttindum þjóðar sinnar, hafi þeir eytt bæði tíma og kröftum í einskisverðar þræt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.