Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1920, Page 12

Sameiningin - 01.09.1920, Page 12
234 forðum, í Drottins na'fni með Drottins orð, og talar því með vaidboði hispurslaust, án þess að láta það nokkuð á sig fá, hvort erindið verði með þö'kkum þegið eða van- þakklæti. Og þetta spámannlega liugrekki, þessi lifandi meðvitund um guðlegt vaid þess erindis, er hann flytur. er óefað svipmesta einkennið á prédikunum Jóns Vídalíns. En nú er “Jónsbók” að falla í gleymsku , og er það illa farið, því að hún er mælskasta guðsorðaritið óefað, og kröftugasta, sem samið hefir verið í óbundnu máli á Islandi. En fyrnskan, sem yfir það verk er fallin, er ekki höfundinum að kenna. Hún verður að reiknast á kostnað aldarandans, sem nú ræður. Nýjungagirni vorr- ar aldar veitir andlegu frelsi heilmikla varadýrkun og syngur sjálfri sér lof fyrir víðsýni, hvenær sem hún opn- ar munninn. En frjálslyndið hennar er þó ömurlega fatlað, þegar til reyndar kemur. Hún breiðir faðminn móti öllum kenningum og lífsskoðunum, mögulegum og ómögulegum — nema heilbrigðum kristindómi. Hann getur hún með engu móti liðið ; g’etur jafnvel ekki látið hann njóta sannmælis. En ef sagt er aukatekið orð um blett eða lirukku á einhverju nýmælinu — hærri kritík, nýguðfræði, guðspeki, andatrú, rússneskum “isma” næt- urgömlum eða einhverju þess háttar — þá fær hún ekki á heiili sér tekið, svo mjög sárnar henni “ þröngsýnið” í slíkum aðfinsluin. Sjálf er hún þó svo misvitur í “víð- sýninu”, að hún gefur engan gaum að ræðum Vídalíns framar, og lítur jafnvel sjaldan afsökunarlaust í Passíu- sálmana. Vert, er að minna þessa frjálslyndu kynslóð á það, að í sjálfu svartnætti miðaldamyrkursins var þröng- sýnið aldrei meira en svo, að lærifeður kirkjunnar höfðu hinar mestu mætur á skáldskap og heimspekiritum eftir heiðna höfunda, og auðguðust mikið af þeim fjársjóðum. Jóni Vídalín og öðrum höfðingjmn, er uppi voru á íslandi um hans daga, hefir verið b.rugðið um sorglegt ræktarleysi við l.and og lýð. Sakargiftin er sú, að í stað þess að berjast fyrir hag og réttindum þjóðar sinnar, hafi þeir eytt bæði tíma og kröftum í einskisverðar þræt-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.