Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 16
238
ferðismálum, heldur en boðið er í Guðs orði, þá varð á-
rangurinn annar en til var ætlast. Að sönnu var fyrir það
bygt, að 'hjón gæti skilið að lögum og gifzt aftur; en í stað
þeirrar tilhliðrunar kom ólögmætur hjúskapur og frillu-
lífi, sem kirkjan varð að sjá í gegn um fingur við eða
breiða yfir með ójöfnum kirkjuaga til málamynda.
Þessum ömurlega tvískinnung orðs og verks í kat-
ólskunni hafa leiðtogar kirkju vorrar á öllum tímum and-
mælt. Auðvitað kannast þeir ekki við, að nokkur maður
liafi leyfi til að rjúfa lijúskapar-sáttmálann, en hins veg-
ar kenna þeir, að hann sé ekki órjúfanlegur; það er að
segja, að maðurinn geti með synd sinni slitið það band,
þótt hann megi það ekki, alveg eins og menn eru stundum
myrtir, þvert ofan í bann Drottins. Og alveg eins og
dómstólarnir verða að kannast við dauða þess, sem myrt-
um var, þótt morð sé stranglega bannað, eins ber bæði ríki
og kirkju að kannast við orðinn hlut, þegar annar hvor
hjúskapar-aðili hefir þegar, með synd sinni, rofið lijóna-
bandið. Hvorki kirkja né ríki hefir vald til að segja í
sundur með hjónum, sem löglega eru gift og ekki hafa
neina þá sök að kæra, sem þegar sé búin að ónýta sátt-
málann. Eftir þessari kenning er þá réttmætur hjóna-
skilnaður fólginn í þessu einu, að trygðarof algjört hefir
sannast á annan h\rorn aðilja, og dómstólarnir lýsa hjú-
skapinn upphafinn. Hefir því saklaus maður eða kona,
sem verður fyrir slíku heimilisböli og fær lögmætan skiln-
að, fult leyfi til að ganga í nýtt hjónaband. Um það efni
standa þessi orð í Schmalcald-greinunum: “Ranglát er
líka sú erfikenning, sem bannar sýknum aðilja endur-
gifting eftir hjónaskilnað. ”
Skoðun þessi er bygð á orðum nýja testamentisins.
Þar er með skýrum orðum tekið fram, að viss <sök eða
sakir feli í sér trygðarof, sem ónýti lljúskapar-sáttmál-
ann og leysi saklausan aðilja undan heiti sínu. En hverj-
ar eru þær sakir? Þar liafa skoðanirnar skifzt að nokkru
leyti meðal Lútersmanna. Lúter segir, að eftir kenning
nýja testamentisins varði tvær syndir skilnaði. Aðra
nefni Jesús (Matt. 5, 32); það sé hórdómur. Hinni sök-
inni lýsi Páll postuli (1. Kor. 7, 15). Hún sé fólgin í
brótthlaupi eða brottrekstri: þegar maður yfirgefur