Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 64
286
1. Hver var Jóhannes skírari? Hann var spámaður, send-
ur af Guði til þess að vekja fólkið til iðrunar og búa það undir
náðarerindi frelsarans. 2. Hvernig hagaði Jóhannes þessu
verki sínu? Hann prédikaði úti í óbygð nálægt ánni Jórdan,
hvatti fólkið til iðrunar og sagði mönnum frá því, að frelsarinn
væri í vændum. Lýðurinn kom til Jóhannesar úr öllum áttum,
og margir létu skírast “iðrunarskírn til syndafyrirgefningar.”
3. Hvar hafði Jesús alist upp? í bænum Nazaret í Galíleu. 4.
Hvað gamall var hann, þegar hann lét Jóhannes skíra sig?
prjátíu ára, eða þar um bil. 5. purfti hann að skírast?.. Ekki
sjálfs sín vegna, því að hann var heilagur og syndlaus. En
hann undirgekst athöfn þessa, með iðrandi syndurunum, til
merkis um það, að hann væri frelsarinn þeirra. 6. Hvað kom
fyrir, þegar Jesús var skírður? Himnarnir opnuðust, og Jó-
hannes sá heilagan anda “stíga ofan eins og dúfu og koma yfir
hann.” Líka heyrðist rödd af himni mæla orðin, sem standa í
minnistextanum. 7. Hvert fór Jesús eftir það? Hann fór út
í eyðimörk, fastaði í sex vikur og hans var freistað af djöflin-
um. 8. Hverjar voru freistingarnar? Sá vondi reyndi að fá
hann til þess að breyta steinunum í brauð; sagði honum að kasta
sér niður af þaklbrún musterisins; og að síðustu bauð hann
Jesú öll ríki heimsins, ef hann vildi falla fram og tilbiðja sig.
9. Hvernig reyndist Jesús í freistingunum? Hann sigraði þær
allar. 10. Hvað lærum við af þessu? a. Jesús frelsar synd-
uga menn. Hann leitar þeirra, hjálpar þeim, tekur að sér sekft
þéirra og veitir þeim frið við Guð, ef þeir iðrast misgjörða
sinna og trúa honum fyrir sér. b. Jesús er sannarlega sonur
Guðs. c. Guð hefir velþóknun á hverjum þeim, sem heyrir Jesú
til, trúir á hann og fereytir eins og hann. d. Fyrst Kristur
sjálfur skírðist í vatni, þá megum við ekki fyrirlíta vatnsskírn-
ina. d. Jesús sigraði freistinguna, fyrir okkur mennina, tíl
þess að sýna okkur, að við getum liíka sigrað þær, ef við lifum í
honum. e. Sjá, hve slægur freistarinn er. Reynir fyrst »ð
nota sér hungur Jesú, síðan traust hans á Guði, og síðast elsku
hans til mannkynsins. Eins fer hann að við okkur, ræðst á
okkur þar sem við erum veikust fyrir, og reynir oft að telja okk-
ur trú um, að þessi eða hin syndin leiði eitthvað gott og göfu#t
af sér. f. Jesús svaraði lygum freistarans með setningum Úr
Guðs orði. Við eigum að lifa í orði Drottins. pað veitir okkur
kraft til að standast freistingar.
Úr heimahögum.
1 lok júlímánaðar fór séra Björn B. Jónsson suður til Battle
Creek í Michigan, til að leita sér lækningar á heilsuhæli nafntoguiðu
þar í borg. Hann var í afturbata, þegar síðast fréttist, og býst við
-^að taka til starfs aftur í söfnuði sínum með október-byrjun.