Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 55
I
I
FYRIR UNGA FOLKIÐ.
pessa dcilcl annast séra F. Hallgrfmsson.
<»—<♦>
Leikbræður
Eben Grey var á leiSinni til skrifstofunnar aftur aS lokn-
um miödegisverSi; hann stóð á strætishorninu og beiS færis aS
komast yfir strætiS, því umferðin var mikil. Skrautleg bifreið
hafði numiS staðar rétt þar 'hjá, sem hann stóð, og í henni var
piltur og stúlka. Eben þekti þau undir eins og hann sá þau;
þaS var Páll Crane og systir hans. Þau sáu hann líka, en sýndu
meS engu aS þau könnuSust við hann.
Eben roSnaSi af gremju, og hélt áfram leiSar sinnar. “Þau
þektu mig áreiSanlega,” sagði hann viS sjálfan sig. “Þaö hefði
ekki skemt þau neitt, þó að þau hefðu heilsaS mér, — þó aS þau
séu rík, en eg ekki nema skrifstofuþjónn. Hvernig geta þau
veriS búin aS gleyma þeim árum, þegar viS lékum okkur sarnan ?
Og muna þau ekkert eftir öllu því, sem mamma gjörSi fyrir þau
þegar þau mistu móSur sína? En nú, þegar þau eru orSin vell-
auöug og Páll er útskrifaður úr latínuskóla, þá þykjast þau ekki
þekkja mig. En hví skyldi mér ekki standa á sama?”
En Bben stóö ekki á sama. Næstu dagana sá hann hvað
eftir annaS þessi forntt leiksystkin sín á strætum borgarinnar.
Oft var minst á þau og heimili þeirra í fréttadálkum blaSanna,
því þau áttu heima í einu skrautlegasta húsinu í borginni og
höfSu þar ríkmannlegt heimboS. Honum haföi þótt mjög vænt
um þau á uppvaxtarárunum, og honum þótti mjög fyrir því, aS
þau skyldu nú ekkert vilja hafa saman viö hann aö sælda.
Eben hafSi mist foreldra sína fyrir fjórum árum. Síöan
hafði hann lagt hart aS sér til þess aö koma sér áfram, því hann
var eignalaus; og nú var hann á átjánda ári. Hann átti heima
hjá gamalli vinkonu foreldra sinna, sem hét Mrs. Brown og hafði
mist ntann sinn skömmu eftir aS foreldrar hans dóu. Hún var
barnlaus og þótti vænt um að hafa Eben hjá sér; þaö sem hann
borgaSi henni fyrir fæöi og húsnæöi var henni góður styrkur til
aS komast af.
Eitt kvöld sátu þau saman heirna; hún var aö lesa dagblaSið
en Eben var nteS fræSibók, því hann notaöi frístundir sinar til
þess aS afla sér fróðleiks af lestri góöra ibóka.
Mrs. Brown lagöi frá sér blaöiö og sagSi: “Þú þekkir víst