Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 10
232
að sumir æðstu valdsmeiinirnir voru róstugjarnir og
brokk-gengir fram úr liófi. Gat því ekki lijá því farið,
áð maður svo skapi farinn, sem biskup var, kæmist í kast
við slíka oflátunga, enda varð sú reyndin á, svo sem áður
var að vikið. Langvinnust og erviðust urðu lionum
málaferlin við Odd lögmann Sigurðsson. Oddur var
■skipaður fulltrúi stiftamtmanns árið 1708, og náði
þannig æðstu metorðum á Islandi—því að stiftamtmaður
kom aldrei sjálfur til landsins. Hann var ráðríkur, deilu-
gjarn, ofsafenginn, og gjörðist fljótt íhlutunarsamur um
kirkjuleg mál, en það líkaði biskupi stór-illa, sem von var.
Ekki fór þó í hart milli þeirra fyr en á áliðnu sumri 1712,
þegar Oddur vildi ónýta alla dóma, sem biskup hafði
dæmt í prestarétti alþingis þá um sumarið. Átylla Odds
var sú, að Vídalín hafði ekki viljað láta Pál Beyer land-
fógeta sitja prestaréttinn með sér; taldi biskup Odd ein-
an hafa vald til þess, en hann kom ekki á þing það sumar.
Hafði því biskup dæmt einn í málum þeim, er komu fyrir
prestaréttinn. Þetta var upphafið að málaferlum þeirra
lögmanns og biskups. Deiluefnin jukust eins og af sjálfu
sér; “klögumálin gengu á víxl”; voru sakargiftirnar ó-
merkilegar sumar hverjar, sem þeir báru hvor á annan,
og livorugum til heiðurs. Þó hafði biskup vafalaust betri
málstað í aðal-atriðinu, því að það var ráðríki Odds og
hlutsemi, sem 'spilti friðnum milli þeirra í fyrstu.
1 fuíl átta ár voru deilumálin þæfð fyrir dómstólum,
bæði innan lands og utan. Biskup var orðinn lieilsuveill
og tekinn að þreytast á vastri þessu; liann óskaði sér
einskis fremur en að inega vera laus við málastappið og
geta gefið sig allan við ritstörfum og andlegum önnum
stöðu sinnar. Hefir honum þó vafalaust á hinn bóginn
þótt ilt að láta sinn hlut fyrir ofstopamanninum. Þá
breyttist alt í einu til batnaðar um málaferlin, því að
árið 1720 var ski[>aður nýr stiftamtmaður, Pétur Raben
flotaforingi. Hann kom ísjálfur út til Islands það vor,
og var þá lokið fulltrúaveldi Odds lögmanns. Raben
hafði litlar mætur á Oddi og gjörðum hans, en gazt betur
að Jóni biskupi. Þótti nú Vídalín vænktast sitt mál.
Iíann ferðaðist tvisvar á fund Rabens um sumarið —
fyrir þing og eftir. Þegar hann var ný-kominn heim úr