Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 54
tilraunirnar og annað svipað því, er að ná útbreiðslu. Hann skoðar
það blátt áfram sem sjúkdóm, og segir að auglýsing sú í blöðum og
tímaritum, er andatrúin hefir fengið í síðustu tíð, sé að snúa athygli
ótal veiklaðra sálna að þessum tilraunum, sem svo sökkvi þeim enn
þá dýpra í sálarveiklun sinni. Á hættuna í þessu efni er mjög lítið
bent af áhugamönnum andatrúarinnar meðal vor íslendinga.
Einn af bezt þektu piestunum í borginni San Francisco, Dr.
Gordon, auglýsir þessi umtalsefni í kirkju sinni á sunnudags-
kvöldum:
1. Ættum við að æfa alla til hernaðar?
2. Hvar eru takmörk velsæmisins í klæðnaði kvenna?
3. Er spáð um “bolshevismus” í biblíunni ?
4. Eru tvær þjóðir á írlandi, eða ein?
5. Hvaða kostnað hefir það í för með sér, að ná útnefningu
sem forseta-efni,
6. Hvað ætti að gera við vændiskonur, sem lögin gera rækar
úr borgunum?
7. Ertu með því að leyfa öl og vín, sem lítið áfengi er í?
8. Hvaða heimild gefur biblían til þess að biðja fyrir þeirru,
sem dánir eru
9. Hvernig Dempsey þolir samanburð við aðra sigurkappa.
10. Hví eru Christian Scientist-ír á móti andatrú?
11. Hver ætti að hafa peningaráðin, maðurinn eða konan?
12. Var spákonan í Endor sannur miðill eða svikari?
Ekkert getur þessi auglýsing um það, hve nær kristindómurinn sé
ræddur í þessari ki:kju.
Kvennaskólinn lúterski í Red Wing t Minnesota, brann ttil
kaldra kola í júní síðastl. Afráðið er, að hann verði endurreistnir
meiri og veglegri en áður.
Þing Ágústana sýnódunnar sænsku, er haldið var i Jamestown,
N.Y., um miðjan júní, var mjög viðburða íkt. Samþykt var, að heiim-
nla fjórar nýjar byggingar til afnota Augustana College í Ro>ok
Island, og er áætlaður kostnaður við það um 600,000 dollarar. Enska
var gerð jafn rétthá sænsku í kirkjufélaginu. Má nota hana
jöfnum höndum og sænsku á öllum þingfundum, og öll skjöl og fumd-
arbækur verða að birtast á báðum málunum. Leikmenn þeir„ er'
þingið sátu, samþyktu á sérstökum fundi, er þeir héldu, að 1,800
dollars og ókeypis húsnæði, skyldi skoðast sem lágmarklaun presta
í kirkjufélaginu. Auk þess jók kirkjufélagið útgjöld sín t þatrfir
drúboðs og annara kirkjulegra starfsmála, til mikilla muna.