Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 60
282
Þeir hittu Pál einan, þegar þeir komu heim til hans. Hann
varð hissa, þegar hann sá Eben og var í vandræðum með hvernig
hann ætti að taka honum. En Eben var alúðlegur við hann eins
og ekkert hefði i skorist. Hann sagöi honum frá atvinnunni, sem
stæði til boða hjá frænda sínum, og bað hann uin að koma þang-
að með sér.
Augu Páls fyltust tárum, og lengi gat hann engu orði upp
komið. “Og þetta gjörir þú fyrir mig, Eben!’’ sagði hann og
rétti honum hendina. “Eg get ekki sagt þér, hvað eg skammast
min fyrir það, hvernig eg hefi komiö fram við þig. Eg hefi verið
eins og í draumi; en nú er eg vaknaður. Eg vildi óska, að eg
hefði fariö betur að ráSi minu. En nú skal eg reyna aS sýna þér
i verkinu að eg kann aS meta göfuglyndi þitt, með því að reynast
frænda þínum eins vel og eg get. Eg skal vinna, eins og eg hefi
orku til.”
“Við s'kulum vinna saman, og láta muna um okkur,” sagði
Eben brosandi.
“Guð blessi ykkur báða!” sagði presturinn.
--------o--------
Sunnudagsskóla-lexíur.
XI. LEXÍA — 12. SEPTEMBER
Konungs-dýrð Salómós—1. Kon. 10, 1-13, 23-25.
Minnistexti: Sæll er hversá, er óttast Drottin og gengur
á vegum hans—Sáim. 128, 1.
1. Hvaða hús reisti Salómó, annað en Musterið? Mikla og
veglega konungshöll. 2. Hvaðan hafði hann auð til að reisa
stórvirki þessi? Ríki Ihans var afar-stórt. Hann réð yfir
landspildu mikilli austan við ísraelsland; hún náði alla leið
austan frá Evfrat suð-vestur að Sínáí skaga. 3. Hafði hann
lagt þetta ríki undir sig sjálfur? Nei, DaVíð faðir hans hafðí
unnið land þetta mestalt. Sálómó var friðarhöfðingi mikill, en
ekki herkonungur. 4. Varð honum fleira til fjár, en skattar af
löndum þessum? Já, hann var í vinfengi miklu við nágranna-
konungana tvo, Faraó í Egyptalandi og Híram í Fönikíu, og þeir
veittu honúm mikla aðstoð, einkum Bíram. Auk þess hafðí
hann skip í förum á Indlandshafi; fluttu þau honum mikið af
gulli frá Indlandi eða Arabíu. 5. Fyrir hvað fleira var Salómó
frægur? Fyrir vitsmuni og mentun. Hann ritaði margar (bæk-
ur — eða lét rita — orðskviði, ljóð, lýsingar á jurtum og dýr-
um. prjár bækur eru kendar við hann í ritningunni: Orðs>
kviðirnir, Prédikarinn og Ljóðaljóðin. 6. Hvað segir lexí»-
textinn um frægð Salómós? Drotningin frá Saba, suð-vestan til
í Arabiiu, hafði heyrt um dýrð og speki Salómós. Hún veittti