Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 33

Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 33
255 náttúrunnar, sem þar berast mönnum og skepnum, eru ótvíræS kærleiksmerki og þess vegna vottur um kærleiksfööurinn eilífa. Þess utan hefir dýra ríkiö aö sýna oss yndislega fagrar myndir af móöurástinni. Meöal landdýra og fugla er móðurástin á mjög háu stigi. Mæöurnar þar veita afkvæmum sínum alt, sem þær geta veitt þeim, og láta stundum lífiö til að vemda þau. Sum dýrin eru svo elsk ihvert að öðru, þó ekki sé um móðurást og af- kvæmi að ræöa, og elsk að mönnum, að þau veslast upp og deyja, þegar ástvinurinn þeirra er horfinn. Margur hundurinn og hest- ■urinn hefir þjónað manninum, svo að það hefir kostaö hann lífið. Þessi kærleikur dýranna er að vissu leyti eðlishvöt, en vottur er sú eölishvöt um kærleiksafl, sem á bak við þessa tilveru stend- ur. Eins og “himnarnir segja frá Guðs dýrð og festingin kunn- gjörir verkin hans handa”, eins og “djúpið hafsins hulda oss hermir allsstaðar um Drottins vegu dulda og djúp hans miskunnar”, eins er móðurást, og önnur ást dýranna, tákn hins eilífa kærleika Guðs. Náttúran færir mönnunum þann unað, sem grípur hverja taug sálarinnar. “Samstiltur söngfugla kliður”, blóm angandi hjá blómi, “bláfjalla-geimur”, “grösug hlíð með berjalautum”, jafnvel miðnættið, sem sumstaðar “glóir með gullskýjabönd” og óteljandi fleiri atriði eru myndir eða raddir, sem fylla sálina sælu. - Og alt hið yndislega og fagra í náttúrunni færir oss sama boðskapinn eins og vorið færði Steingrími, er hann segir: “Ó, þú blíðasta vor, öll þín blessunarspor eru blómstigir elskunnar hreinu.” Hver einasta mannssál, sem opin er fyrir því hreina og fagra, finnur kærleika hins eilífa Guðs anda að sér frá allri þessari dýrð. Að til sé í náttúrunni óteljandi tákn kærleiksaflsins, er ó- mótmælanlegt. Og iþað má fara enn lengra. Jafnvel mikið af því, sem fellur í valinn, verður, með dauða sínum, til góðs. Það er rétt að segja, að í náttúrunni sé mikið af ósjálfráðri kærleiks- fórn. Hugsið t. d. um öll þau fádæma kynstur af grænu, lifandi t grasi, sem slegið er. Það biður dauða, en með dauða sinum verður það miljónum lifandi skepna til lífs. Með þessu er ekki gjörð tilraun til að skýra alt viðvíkjandi vægðarleysi náttúrunnar. Hitt má staðhæfa, að hún færir oss miklu meira af gæzku en grimd. En ef þú vilt vita hvers vegna náttúran hefir að geyma nokk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.