Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1920, Page 33

Sameiningin - 01.09.1920, Page 33
255 náttúrunnar, sem þar berast mönnum og skepnum, eru ótvíræS kærleiksmerki og þess vegna vottur um kærleiksfööurinn eilífa. Þess utan hefir dýra ríkiö aö sýna oss yndislega fagrar myndir af móöurástinni. Meöal landdýra og fugla er móðurástin á mjög háu stigi. Mæöurnar þar veita afkvæmum sínum alt, sem þær geta veitt þeim, og láta stundum lífiö til að vemda þau. Sum dýrin eru svo elsk ihvert að öðru, þó ekki sé um móðurást og af- kvæmi að ræöa, og elsk að mönnum, að þau veslast upp og deyja, þegar ástvinurinn þeirra er horfinn. Margur hundurinn og hest- ■urinn hefir þjónað manninum, svo að það hefir kostaö hann lífið. Þessi kærleikur dýranna er að vissu leyti eðlishvöt, en vottur er sú eölishvöt um kærleiksafl, sem á bak við þessa tilveru stend- ur. Eins og “himnarnir segja frá Guðs dýrð og festingin kunn- gjörir verkin hans handa”, eins og “djúpið hafsins hulda oss hermir allsstaðar um Drottins vegu dulda og djúp hans miskunnar”, eins er móðurást, og önnur ást dýranna, tákn hins eilífa kærleika Guðs. Náttúran færir mönnunum þann unað, sem grípur hverja taug sálarinnar. “Samstiltur söngfugla kliður”, blóm angandi hjá blómi, “bláfjalla-geimur”, “grösug hlíð með berjalautum”, jafnvel miðnættið, sem sumstaðar “glóir með gullskýjabönd” og óteljandi fleiri atriði eru myndir eða raddir, sem fylla sálina sælu. - Og alt hið yndislega og fagra í náttúrunni færir oss sama boðskapinn eins og vorið færði Steingrími, er hann segir: “Ó, þú blíðasta vor, öll þín blessunarspor eru blómstigir elskunnar hreinu.” Hver einasta mannssál, sem opin er fyrir því hreina og fagra, finnur kærleika hins eilífa Guðs anda að sér frá allri þessari dýrð. Að til sé í náttúrunni óteljandi tákn kærleiksaflsins, er ó- mótmælanlegt. Og iþað má fara enn lengra. Jafnvel mikið af því, sem fellur í valinn, verður, með dauða sínum, til góðs. Það er rétt að segja, að í náttúrunni sé mikið af ósjálfráðri kærleiks- fórn. Hugsið t. d. um öll þau fádæma kynstur af grænu, lifandi t grasi, sem slegið er. Það biður dauða, en með dauða sinum verður það miljónum lifandi skepna til lífs. Með þessu er ekki gjörð tilraun til að skýra alt viðvíkjandi vægðarleysi náttúrunnar. Hitt má staðhæfa, að hún færir oss miklu meira af gæzku en grimd. En ef þú vilt vita hvers vegna náttúran hefir að geyma nokk-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.