Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 26
248
Ef nokkur seg'ir, eg* elska Guð, en varðveitir ekki hans
boðorð, hann er lygari.
“Vilt þú, kristinn maður, vita, hvort (fuðs orð býr í
hjarta þínu eða ei; þá reyn og prófa sjálfan þig, hvort þú
manst það af Guði er sagt; hvort þú hefir lyst á að tala
um hann; hvort þér misþóknast, er þú heyrir hans nafn
lastað; hvort þú gleSst af iþví, þá hans nafn hefir fram-
gang; hvort þú elskar þá, er hann elska; livort þú ert
fljótur að tilgefa misgjörSirnar; hvort þú kennir í
brjósti um þá, sem nauð líða; hvort þú elskar þá, ekki
einasta með orði og tungu, heldur með verki og sann-
leika; hvort þú auðmýkir þig fyrir GuSi með þakklæti
þíns hjarta, þegar þér vel vegnar; hvort þú kyssir á lians
liönd, nær hann þig typtar; þegar þú freistast af and-
skotans, heimsins og holdsins vélum, en þér kemur þá
undir eins í hug, hvað Guð hefir bannað, hvort þú lætur
þá af, og elskan til GuSs ræður meir en fýsn holdsins.
Finnir þú þetta hjá þér, þótt það sé í veikleika, og á
stundum megi af bera, þá er það víst, að GuSs orð og hans
andi drotnar í hjarta þínu. En annars ekki, því svo seg-
ir lausnarinn: Ef nokkur elskar mig, þá skal hann mín
orð varðveita. Jóli. 14.
“En ef skay) þitt býður þér alt annað, þá segi eg þér
í nafni Jesú Krists liins krossfesta og blessaða, sem
þína sálu hefir frá helvíti endurleyst: tak þér vara og
biS Guð að skapa í þér hreint hjarta og’ gefa þér nýjan
anda, því eg þori að setja mína sálu í veð, að þú geymir
vanfæra sálu í heilbrigðum líkama og herbergjar vondan
gest í vænu húsi, en veizt ekki, nær á vegginn skrifað
verður: Þú dári, á þessari nóttu skulu þeir þína sálu
frá þér taka. Lúk. 12. Hvað gagnar það þá manninum,
])ótt liann ætti alla veröld þessa, og’ líður svo skipbrot á
sálu sinni?
“Ó, þú eilífa orð föSursdns, sem varst í upphafi hjá
GuSi, fyrir hvern að aldirnar skapaðar eru! Endur-
skapa þú hjarta vort, að vér verSum ný skepna í þér.
Lát þú þitt sæta orð vera vort æðsta eftirlæti hér tíman-
lega, svo að vér megum þess óumræðilega fagnaðar
njóta eilíflega. .Veit oss ]>aS, ó herra Jesú Kriste, fyrir
þitt dýrmæta blóS og blessaða forþénustu. Þér sé, með