Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 62
284
höfuð allar syndsamlegar holdsnautnir, leiða til ómensku og
gjöra menn fátæka. Ekki að eins að fé — það er minsti skað-
inn. pær gjöra lífið snautt að dygðum og fegurð. Gjöra menn
að ræflum. 3. Hvaða heilræði eru í síðara hlutanum? a. Of-
drykkjan leiðir af sér allskonar böl, sársauka, líkamlegan og
andlegan, deilur og meiðsli, hrörnun og sljóleik. Hún spillir llík-
ama og sál. b. Hún er lymskur, tælandi löstur. pó vínið virð-
ist fagurt og svalandi (hér er átt við, létt, ljúffengt vín), þá
sviíkur það vini sína í trygðum á endanum. c. pað spillir sál-
inni, æsir girndir, villir mönnum sjónir. Leiðir á þann hátt til
allskonar glæpa og svívirðinga. d. Ofdrykkjumaðurinn er í sí-
feldri hættu; kann ekki að varast hana, af því vitið er skert,
tilfinningin sljófguð. Af hennar völdum verða mörg þúsund
slys á hverju ári. pó er hitt verra, hvernig hún deyfir sið-
ferðistilfinninguna og stofnar sálum manna í dauðahættu með
því móti.
XIII. LEXÍA — 26. SEPTEMBER
Yfirlit yfir ársfjórðunginn,—Les Sálm. 72.
Minnistexti: Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á
hjartað—1. Sam. 16, 7.
1. Hvar var Davíð fæddur? Hvað hét faðir hans? Hvað
vann hann í æsku? 2. Hví var Sál konungi vikið frá hásæt-
inu, og ætt hans? 3. Hvað var fyrsta frægðarverk Davíðs?
4. Hvernig fórst Sál við hann ? 5. Hver reyndist honum trygg-
ur vinur, þegar Sál sat um líf hans? 6. Hvernig fórst Davíð
við Sál? 7. hvernig komst Davíð til valda? 8. Hvað gjörði
hann við Örk Drottins? 9. Hvernig reyndist hann ætt Sáls?
10. Hvaða böl kom fyrir Davíð og hver var orsökin? 11. Hví
tók Drottinn Davíð í sátt aftur? 12. Hver varð konungur næst
á eftir Davlíð? 13. Hverskonar hugarfar sýndi hann á byrjun
stjórnar sinnar? 14. Fyrir hvað varð hann frægur? 15. Hvað
segir hann um ofdrykkjuna?
Fjórði ársíjórðungur.
I. LEXÍA — 3. OKTÓBER.
Fæðing Jesú og bernska—Matt. 2, 1-15.
Minnistexti: pú skalt kalla nafn hans Jesús, því að hann
mun frelsa lýðinn frá syndum þeirra—Matt. 1, 21.
Með þessari lexíu byrjar nýr ársfjórðungur. Á síðustu sex
mánuðum hafa lexíurnar verið úr gamla testamentinu — úr
æfisögum þriggja konunganna, Sáls, Davíðs og Salaómós. Nú
verða þær teknar úr nýja testamentinu, úr sögu frelsarans.
pessi lexía segir frá vitringunum, sem komu frá Austurlöndum
til þess að sjá hann, þegar hann var ný-fæddur.