Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1920, Síða 13

Sameiningin - 01.09.1920, Síða 13
235 nr sín á milli. Því miður hefir þetta við heilmikil rök að styðjast, sé átt við höfðingjahópinn allan í heild sinni. Hart hefir oft verið í ári hjá Islendingum, en sjald- an hafa þeir átt við erviðari kjör að búa heldur en í byrj- un átjándu aldar. Þá var einveldið komið í algleyming; alþingi nýlega svift hinum síðustu leifum sinnar fornu tignar og myndugleika; veitingar-vald embætta og yfir- stjórn allra mála hafði konungur dregið í sínar hendur algjörlega; glundroði afskaplegur kominn á lög öll og réttarhöld; verzlunar-einokunin .svo óbærileg, sem húrt framast gat orðið—hert á þeim böndum talsvert mikið einmitt um þær mundir. Ofan á þetta hættust harðinda- ár óskapleg rétt fyrir aldamótin, og að síðustu drepsótt sú, sem nefnd hefir verið “stórahóla”. Hún geisaði um landið á árunum 1707—1708, og eyddi fullum þriðjung iandsmanna. Satt er það, að málaþref leiðtoganna og framtaksleysi um nauðsynjamál almennings, var mönn- um þeim til lítils heiðurs, þegar svo stóðu sakir. En að Jón Vídalín sé þar jafn-sekur öðrum eins mönnum og Oddi Sigurðssyni eða Páli Beyer, það verður alls ekki með réttu játað. Biskup bar hag almennings fyrir brjósti og veitti þurfalingum óspart hjálp í harðindunum og drepsóttinni. Fyrir því eru nægar sannanir. Hann hætti stórum hag sjúklinga á holdsveikrahælunum og sýndi af sér mannúð og brjóstgæði með mörgu móti. Eins má með sanni segja, að málaferli biskups hafi langflest stafað af vandlætingasemi hans og siðferðisáhuga. En hitt er þó engu að síður hverju orði sannara, að Vídalín beitti sér aldrei verulega fyrir málstað almennings. Hann var ekki framtakssamur í umbótamálum eins og Guð- brandur biskup. Öllum sínum beztu hæfiléikum beitti hann á svæði trúar og siðferðis. Þar átti hann heima. En þegar til heimsmála kom, þá istóð hann þar sem sam- tíðin stóð, allur í einveldishugsjóninni. Það var eins og menn gæti ekki órað fvrir annari stjóriíárskipun á þeim dögum, heldur en einveldinu; það glapti mönnum sýn,J gjörði þá framtakslausa í þjóðmálum. Þéir hugsuðu sér framfarir og umbætur eins og mola, 'sem'einveldið léti náðarsamlegast falla af borði sínu. 1 þessu var Jón hiskup liáður anda sinnar tíðar og hvorki þrællyndari né

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.