Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1920, Síða 11

Sameiningin - 01.09.1920, Síða 11
233 síðari förinni, þrevttur og lasinn, barst honum sú fregn, að mágur hans, Þórður Jónsson prófastur á Staðarstað, í Snæfellsnessýslu, væri látinn. Biskup brá þegar við og lagði isamdægurs af stað aftur að heiman áleiðis vestur að Staðarstað, til þess að veita mági sínum hinstu þjón- ustuna. Ætlaði hann norður um Kaldadalsveg, en veiktist á leiðinni, og andaðist úr lungnabólgu í sæluhúsi við Hallbjarnarvörður, þar uppi á fjallveginum, þrítug- asta ágúst 1720. Þar heitir síðan hiskupsbrekka. Jón Vídalín var jarðaður í Skálholti sjötta september. Má vafalaust með sanni segja, að þar hafi verið moldu aus- inn hinn allra mælskasti kennimður, s'em Island hefir eignast. En rödd Vídalíns var ekki þögguð niður í dauðanum. Hann hafði ritað og gefið lít margar guðsorðabækur, er sumar urðu handgengnar alþýðu, en engin þó eins og hús- lestrabók hans, sem vanalega er kölluð “Jónsbók” eða “Vídalíns postilla.” Sú bók hefir náð meiri hylli meðal Islendinga heldur en nokkur guðsorðabók önnur, að und- anteknum Passíusálmunum. Og bókin átti þær vinsæld- ir skilið, því að hiín ber af flestu öðru prédikanamáli ís- lenzku eins og gull af eiri, og þolir jafnvel samanburð við mörg meistaraiverk erlend, sem fræg hafa orðið í sömu grein. Þar fara saman flestir þeir eiginleikar, sem andlega ræðusnild geta prýtt: kunnugleikur frábær á biblíunni, svo að í hverri prédikun er vitnað í fjöl-marga ritningarstaði, sem eiga hver öðrum betur við efnið; náin kynni við allskonar fróð'leik annan, sem notaður er í ræðunum óspart, en aldrei út í hött; liðugt mál, heppið og j)róttmikið orðarval; ferskleikur og tilbreytni, -sem vekur lesandann, en lieldur honum þó við efnið; kjarn- yrði hæfin og ógleymanleg, svo að segja á liverri blað síðu. En kostir þessir bera þó, aldrei ofurliði. megin- ágætið sjálft, sem er heill og hiklaus kristindómur, þrung- inn eldlieitum siðferðisáhuga, óhlífinn við syndir allar, en mildur jafnframt og huggunarríkur, þegar um náðar- erindið er að ræða. Þó ber þar meira á eldinum, en á blíðunni. Vídlín fer sjaldan bónarveg að áheyrandanum, eins og kennimenn tíðka, og líklega langt um skör fram.. nú á dögum. ITann kemur fram oins og spámennirnir-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.