Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 18
16
H Úl'RÆBINGURIN N
Og svo að lokum nokkur orð til skólans og þeirra, sem hér
starfa nú.
Fyrir 25 árum voru Bændaskólinn á Hólum og Páll Zóphoní-
asson tveir nátengdir aðilar. Við fjarvistir gliðna tengslin að
sjálfsögðu, en í hugum okkar, er þá dvöldumst hér, sem nem-
endur Páls við þennan skóla, veit ég þessa tvo hlekki vera órjúf-
anlega í minningum okkar meðan aldur endist og minningar
lifa. Nú er Páll Zóphoníasson gestur hér eins og við.
Þegar við erum hér mættir, hljótum við af heilum hug að
mæla, er við óskum þess, að hér verði framvegis og ætíð starf-
andi skóli íslenzkra bænda, blómlegur og áhrifaríkur. Og við
viljum staðfesta Jressar óskir okkar með Jrví að votta þær í
nokkru. Við höfum meðferðis vott þess, að hér höfum við full-
tingis notið og við viljum ekki bregðast því trausti og þeirri
skyldu, sem á herðum okkar hvílir.
Því biðjum við Bændaskólann á Hólum að þiggja gjöf okk-
ar, mynd af skólastjóranum Páli Zóphoníassyni, málverk eftir
Freymóð Jóhannsson. Það er gjöf okkar til skólans í minningu
þess, sem hann veitti okkur að veganesti. Og það er vottur virð-
ingar okkar og Jrakklætis fyrir Jxiu störf, sem skólastjórinn
okkar rækti hér í þágu lands og J)jóðar, en þó fyrst og fremst
í þágu bændastéttarinnar — með heiðri og sóma.
Við óskum þess, að Bændaskólinn á Hólum megi framvegis
njóta starfskrafta eins góðra og þeirra, sem hér voru í okkar
tíð. Þá er vel fyrir séð. Hér var góður maður Jxí skólastjóri.
„Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir,“ mælti norski
skáldjöfurinn Björnstjerne Björnson. Undir það tökum við,
óskandi þess, að J)eir vegir standi hér sem flestum opnir.
Hér var traustur þáttur spunninn í íslenzkri sveit, bændum
og búskap þeirra. íslenzkur landbúnaður Jrarfnast starfskrafta
og handleiðslu góðra manna. Njóti Hólaskóli liandleiðslu
skólastjóra, eins og skólastjórans okkar, ])á er hann vel á vegi
staddur.
Ég bið menn rísa úr sætum og árna honum alls velfarnaðar
með blómgun og lílessun.
Gisli Kristjánsson.