Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 79
Hrossasótt
Eftir Gíiðbrcmd S. Hlíðar
dýralækni
Hrossasótt nefnist á útlendu máli „kolík“, en það er dregið
„colon“, sem er heiti á hluta af þörmunum. „Kolík“ ber
því að þýða sem þarmaþrautir (dolor coli) og „kolík“ eða
hrossasótt ber að skoða sem eins konar samheiti á ýmsum kvill-
>im í meltingarfærunum (maga og þörmum), sem hafa í för
með sér innvortis þrautir. Þessar þrautir geta verið mismun-
andi miklar og það, ásamt ýmsum öðrum sjúkdómseinkennum,
sem greind verða af kunnáttnmönnum, gerir þeim í flestum
tilfellum kleift að greina nánar, hvaða tegund hrossasóttar er
á ferðum og hverjar batahorfur eru, ef rétt er með farið.
Hrossasóttin, sem hér heima oft er kölluð „kveisa“, er eins og
nafnið bendir til algengust hjá hestum og stafar það einkum af
byggingu meltingarfæra þeirra, en þar nægir að benda á, að
maginn er lítill og honum því hætt við offylli, mjógirnishengið
er langt og mjógirnið hangir því laust, og er hætt við að flækja
geti komið á það, t. d. þegar hestar velta sér. Botnlangi og stór-
langi eru langir, mjög viðir og sums staðar mjög misvíðir, svo
að hætt er við, að fóðrið geti festst einhvers staðar í þeim, þorn-
að upp og valdið stíflum.
Orsakir hrossasóttarinnar eru margar og æði ólíkar, og því
þýðingarmikið að reyna að gera sér grein fyrir þeim. Þær geta
verið of mikið og fljótt étið fóður (magafylli), snöggar fóður-
breytingar og má þar einkum benda á tormelt fóður, mikla