Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 85
BÚFRÆÐINGURINN
83
það, að breytingar verða í byggðum landsins um ábúð jarða,
þá hefur búendafækkunin orðið minni en tala eyðijarðanna
sýnir.
Þá er síðasta fasteignamat fór frarn, var sjálfsábúð á 54% af
byggðum jörðum, en í leiguábúð voru 38.1% jarðanna. Á
7.9% var hvort tveggja, sjálfsábúð á nokkrum hluta jarðar,
en leiguábúð á pörtum af jörðunum. í einkaeign voru á sama
tíma 83% af jörðunum, en 17% opinber eign og í eigu sér-
stakra stofnana. Þessi er þá grundvöllur landbúnaðarfram-
leiðslunnar. Hún fer fram á 5793 jörðum, framkvæmd af rúm-
lega 6200 bændum. Þess er þó að geta, að nokkur þátttaka er
um einstakar framleiðslugreinar landbúnaðarins frá þeim, er
aðrar atvinnugreinar stunda, verkamenn og aðrir íbúar kaup-
staða, kauptúna og þorpa, mest er þetta framleiðsla matjurta
til heimilisnota, en einnig þó nokkur mjólkur- og kjötfram-
leiðsla. Hin síðustu ár hafa t. d. kartöfluframleiðendur í kaup-
stöðum, kauptúnum og þorpum verið að meðaltali 4549, en
aðrar fram 1 eiðslugreinar eru stundaðar af færri aðilum á þess-
um stöðum, þó er alifuglarækt allverulegur þáttur í fram-
leiðslu búsafurða í þéttbýlinu. Alls eru það því 11—12 þúsund
framleiðendur, sem við einhverja landbúnaðarframleiðslu fást,
en meginhluti hennar er þó í höndum þein'a bænda, sem í
sveitunum búa.
Þetta er sá hópur, sem staðið hefur að verklegum fram-
kvæmdum landbúnaðarins á síðustu áratugum, og það er ekki
úr vegi að gera sér grein fyrir þeim verkefnum, er hann fæst
við, og atluiga við hvaða aðstæður hann hefur háð baráttu sína
til viðhalds og viðreisnar þessum atvinnuvegi.
1. RÆKTUNARFRAMKVÆMDIR BÆNDA.
Þegar staldrað er við til að líta til baka um farinn veg, að
því er tekur til upphafs og þróunar í'æktunannálanna í þessu
landi, verður mikið álitamál um að dæma, hvaðan alda sú er
tunnin í fyrstu og frá hvaða upptökum hinar frjósælustu lindir
1 þessum málum liafa streymt.
Við, sem nú lifum og njótum ávaxta og reynsluþekkingar
(i«'