Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 71
BÚFRÆÐINGURINN
69
illgresisins. Sé slík meðferð samvizkusamlega framkvæmd í
nokkur ár, þá endar hún óhjákvæmilega með umbót á gras-
sverðinum.
Því hefur lengi verið haldið fram, að jafnvægi rnætti ná
grassverðinum í hag, ef illgresið væri drepið með sérstökum
eiturlyfjum og gera þar með grösunum kleift að fjölga og breið-
ast út á þann flöt, þar sem illgresið óx áður. Fjölda mörg efna-
sambönd, þar á meðal arsenic, natriumklórið og tröllamjöl,
hafa verið notuð í þeim tilgangi að eyða illgresi. Ágæti þess-
ara efnasambanda hefur ekki verið algjörlega viðunandi, jafn-
vel þótt hlutfallslega lítið magn hafi verið notað. Grastegund-
irnar hafa um stundarsakir beðið hnekki, bæði á blöðum og
strái, vegna brunaáhrifa efnasambandanna. Þó að grösin hafi
úáð sér fyllilega aftur, þá hefur afturkippurinn frá stundar-
bruna komið í veg fyrir, að grösin hafi breiðzt út á því svæði,
sem illgresið var drepið á. í mörgum tilfellum hefur verið
nauðsynlegt að draga svo úr magni eyðingarefnanna, að il 1-
gresið jafnt sem grasið hafi náð sér aftur. En með því að sprauta
tvisvar eða þrisvar sinnum hefur árangur þeirra orðið viðun-
andi, en um leið kostnaðarsamur.
Kringum 1935 var fundinn nýr flokkur efnasambanda, sem
hafði þá eiginleika að geta breytt vaxtareinkennum plantna.
Menn héldu, að þessi efni væru plöntuhormónar og byrjað var
að nota þá til þess að örva rótarmyndun græðlinga og hindra
eða örva vöxt gróðurhúsajurta. Einnig til að forðast fall ávaxta,
áður en þeir væru þroskaðir á trjánum. Brátt kom í ljós, að
efnin gátu skaðað vissar plöntur, en drepið aðrar, þegar mikið
magn var notað.
Hormónar eru þau efni nefnd, sem plöntur og dýr mynda i
Hkama sínum, en hafa áhrif á vöxt og þroska þeirra. Hugtakið
hormón var réttilega notað í byrjun rannsókna á efnasambönd-
um þessum, vegna þess að þau voru fyrst einangruð frá plöntu-
vefjum og þegar mjög lítið magn þeirra var til staðar, orsökuðu
efnin ýmiss konar vaxtarbreytingar á þeim plöntum, sem efnin
voru einangruð frá. Eftir að efnagreiningar höfðu farið fram á
þessum efnasamböndum, fóru efnafræðingar að búa til þessi
efni og önnur náskild á rannsóknarstofum. Það kom oft fyrir,