Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 34
32
BÚFRÆÐINGURINN
ur skáraði fannir á Kili þessa ógnnm þrungnu daga, um mán-
aðamót október og nóvember 1780.
Með því að ritstjóri Búfræðingsins hefur farið þess á leit, að
ég láti af höndum greinarstúf til birtingar, þar senr ég skýri
frá því atliyglisverðasta, er veðurathuganir mínar hér á Skriðu-
landi hafa leitt í ljós undanfarin ár, þá vil ég í stuttu máli gera
grein fyrir færslu veðurbóka nú á tímum og því, hvaða spurn-
ingum veðurbókum er ætlað að svara.
Rétt er að geta þess, þótt veðurathugunarstöðvar starfi allar
á sama grundvelli, þá er tilgangur þeirra, í þrengri merkingu,
tvenns konar. Stöðvar þær, sem senda Veðurstofunni skeyti til
þess, að hún eftir þeim upplýsingum megi segja fyrir veður
næstu dægur, munu flestar skrá fleiri athuganir dag hvern og
jafnvel um nætur, heldur en þær stöðvar gera, sem einungis
senda mánaðarskýrslur. Athugunarstöð, sem vinnur í þágu
spásagna, verður að taka tillit til sumra staðreynda meir en hin-
ar, sent skeyti senda ekki, svo sem loftvogarstöðu og allra
snöggra veðurbreytinga. Aftur á móti er stöðvum þeint, sem
mánaðarskýrslur senda, enn meiri nauðsyn að fylgjast með
öðrum þáttum starfsins, sem orkanir hafa á öðru sviði, s. s.
daglegu snjódýpi um vetur, liaga, gróðri, heyskap, uppskeru
garðávaxta og skepnuhöldum. Þeir sem lesa upplýsingar mín-
ar, þær sem hér fara á eftir, ættu að gæta þess, að ég hef ekki
starfað í þágu spásagna né daglegra skeytasendinga, lieldur í
jreinr tilgangi að geyma sögulegar staðreyndir, sem veður varð-
ar og árferði.
Þrjár athuganir geri ég daglega: kl. 8, kl. 14 og kl. 21, miðað
við íslenzkan miðtíma. Þá skrifa ég hvert sinn hitastig með 0.2°
nákvæmni, auk lágmarkshita dags og nætur. Vindátt og vind-
stig skrifa ég á hverjum tíma og hve mikill hluti lofts er hulinn
skýjum, frá 0 (heiðskírt) til 10 (alskýjað). Auk þess skrifa ég
jafnan í sérstakan dálk stuttorða lýsingu á veðri eins og það
var frá næstu athugun á undan, t. d. þurrt, skúrir, ýring, rign-
ing, krapi, krapaél, snjóél, snjókoma (ef samfelld er), hagl,
þoka, þrumur, norðurljós, rosaljós. Undirstrika ég fyrir-bærið,