Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 84
Framkvæmdir í sveitum
Eftir Pálma Einarsson
í árslok 1948 voru byggðar jarðir í landinu 5719. Á þessum
jörðum bjuggu það fardagaár 6200 bændur. í ársbyrjun sama
ár eru 74 jarðir í landinu nytjaðar af kaupstöðum, kauptúnum
og þorpum, en þó ekki taldar vera í ábúð. Af hinum byggðu
jörðum eru 159 nýbýli, sem stofnuð eru eftir að fasteignamat
fór fram 1940. Þá er það mat fór fram, voru 636 býli sérmetin,
en ekki f ábúð, og flest nytjuð frá öðrum jörðum. Úr ábúð falla
á tímabilinu 1940—1949 302 býli. Byggðum jörðum hefur því
fækkað um 143 á síðasta áratug.
Svo langt sem heimildir ná hefur tala byggðra jarða verið
breytileg á ýmsum tímum, en hefur þó áreiðanlega verið háð
minni sveiflum en ætla mætti. Allt frá landnámstíð hefur átt
sér stað tilfærsla á byggðinni. Hver kynslóð frá fyrstu byggð
landsins hefur byggt upp ný býli og fært býli úr stað, en sam-
hliða slíkri uppbyggingu og tilfærslu hafa oft eldri býli farið
í eyði.
Á tímabilinu, sem nær yfir nær 250 ár, eða frá 1700—1949,
höfum við allöruggar heimildir um búendatölu í landinu, og
ef tekið er meðaltal 8 talninga yfir búendur, sem átt hafa sér
stað á þessu tímabili, verður meðaltala búenda í síðustu 250
ár 6510. Frávik til fækkunar frá meðaltalinu er mest 317, en
mesta frávik til hækkunar er 274, svo að mismunur milli lág-
markstölu og hámarkstölu búenda er 591, en hæst hefur eyði-
jarðatalan orðið 1948, 939, þegar öll kot eru talin með, sem
sérmetin voru í fasteignamati 1940. Þetta sýnir að þrátt fyrir