Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 76
74
BÚFRÆBINGURINN
Tvíærar og fjölærar tegundir eru mismunandi næmar fyrir
áhrifum 2,4—D. Fíflar og súrur drepast eftir eina úðun, en
þistill og hvönn eftir tvær eða þrjár úðanir. Þær tegundir, sem
liafa langa og djúpa rótarsprota verða að úðast nokkrum
sinnum.
Ef 2,4—D hefur verið sprautað á lauf trjáa og runna, visna
blöðin og ungir vefir deyja, eða mikill afturkippur kemur í
vöxt þeirra. Nokkrir skrautrunnar, til dæmis rósir, deyja al-
gjörlega og rætur annarra skemmast svo mikið, að þær bíða
þess aldrei bætur.
Ýmsar nytjaplöntur verða fyrir mismunandi áhrifum af 2,4—
D, þegar því er úðað á þær. Grös eru að öllu jöfnu ónæm, en
ef stórum skammti af 2,4—D er úðað á ungar plöntur getur
hann skaðað þær um stundar sakir. Þar sem grös eru ónæm, en
illgresið næmt fyrir áhrifum 2,4—D, þá er hægt að útrýma því
úr grasflötum, túnum, nýræktarflögum, grænfóðursléttunr
kornökrum og bithaga.
Áhrif 2,4—D á grös fer aðallega eftir því, hvaða tegund þess
er notuð, aldur og lífsþroski plantnanna, svo og næmleiki ein-
staklinganna innan tegundarinnar. Ungar haugarfa-, lijartarfa-,
fífla-, sóleyja- og súruplöntur eru það næmar fyrir 2,4—D áhrif-
um, að það þarf aðeins 250 gr. af því á hektara til að eyða þeim
úr grassverðinum. Þegar plöntur verða nær fullþroska er erfið-
ara að eyða þeim, og einnig, þegar þær eru í dái.
Magn það af 2,4—D, sem nota má, fer eftir því hvaða illgres-
isplöntur eiga að drepast, og hvaða tegundir eiga að lifa. All-
ir vilja losna við lélegar fóðurjurtir úr túnum og sáðsléttum,
en halda eftir næringarríkum fóðurgrösum. Sumarið 1949 var
hér á landi gerð athugun með ester 2,4—D í vatnsupplausn á
20 ára gömlu túni í grennd við Reykjavík. Helztu grastegund-
irnar í túninu voru: háliðagras (Alopecurus pratensis), vallar-
foxgras (Phleum, pratcnse), hálíngresi (Agrostis tenuis), vallar-
sveifgras (Poa pratensis), og auk þessa nokkrar aðrar grasteg-
undir. Allar framangreindar grastegundir virtust vera ónæmar
fyrir 2,4—D áhrifum, en eftirfarandi listi greinir nöfn þeirra
plantna, sem drápust eða brunnu það mikið, að þær náðu sér
ekki aftur.