Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 141
HÚFRÆÐINGURINN
139
í okkar vasa kemur, svo lágt, að bændur liafa, alla jafna, verið
lægst launaða stéttin í þjóðfélaginu. Dreifing vörunnar, milfi-
liðakostnaðurinn, er það mikill, kostnaður, sem bændurnir
liafa af því að liafa vörurnar alltaf á boðstófum, að hann hirð-
ir kúfinn af erfiðislaunum okkar. Er það atriði, sem neytendur
hefðu gott af að kynna sér, áður en þeir feila sinn dóm. — Láns-
fé landbúnaðarins er svo óviðunandi, að ekki verður umfiúið
að bæta þar um hið bráðasta. Við höfum að vísu Búnaðar-
banka, sem á að veita bændum lán eftir vissum lögum. Mætti
þar nefna lögin um byggingarsjóðinn, svo að eitthvað sé nefnt.
En sá galli fylgir þó þessari löggjöf, að henni hefur aldrei verið
framfylgt, nema að nokkru ieyti. — Eftir lögunum á bankinn
að lána allt að 75% byggingarkostnaðar. En þetta eru ein af
pappírslögum þjóðarinnar, sem við bændur höfum heldur lít-
ið gagn af. Bóndi, sem byggir íbúðarhús fyrir 120 þús. kr., fær
lánaðar 45 þúsundir. Eg tek þetta sem dærni um það, hvern-
ig ríkisvaldið mætir lánaþörf landbúnaðarins. Útgerðarmaður-
inn er að vísu ekki öfundsverður af sínum kjörum eins og
stendur, en þó fær hann lán út á síldina og þorskinn í sjónum,
löngu áður en dallurinn leggur úr höfn. Ábyrgð fær hann
einnig, á ákveðnu verði, ef hann nær þá einhverri bröndunni
til að selja yfir vertíðina.
Unga fólkið, sem fer burt úr sveitinni, leitar eftir meiri
peningum, meiri félagsskap og skemmtunum heldur en sveit-
in hefur upp á að bjóða. En allt þetta væri hægt að veita því í
sveitinni, ef búskapurinn væri settur til jafns við aðra atvinnu-
vegi og hefði nægilegt fjármagn til að leggja í umbætur byggð-
anna. Þá yrði fólkið kyrrt, yndi glatt við sitt og stæði traustum
fótum í þeim jarðvegi, sem það er vaxið upp úr. — En hver
leysir vandann? Verða það stjórnarvöldin eða bændurnir sjálf-
ir? Bóndinn hefur aldrei haft á annað að treysta en sjálfan sig,
og svo mun enn verða. Þess vegna verður þessi vandi aldrei
leystur, ef bóndinn gerir það ekki sjálfur. Það er markmiðið,
sem framtíðin leggur í skaut bændanna, og sem þeim vonandi
auðnast að ná. Til þess að svo megi verða, þurfa bændur margs
að gæta, en þó bezt sinna eigin samtaka. Stéttarsamband bænda
er þegar orðinn traustur félagsskapur, gegnum það eru bændur