Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 147
BÚFRÆÐINGURI N N
145
eða ná til þjóðarinnar allrar. Nokkru síðar varð þó að sam-
komulagi að það yrði aðeins héraðsfélag, þar sem undirbúning-
ur var hafinn, af öðrum forustumönnum í íslenzkunr jarðrækt-
armálum, um stofnun Skógræktarfélags íslands, og var það
stofnað nokkru síðar sarna vorið, í sambandi við hátíðahöldin
á Þingvöllum 1930. Félag Eyfirðinganna hlaut því nafnið Skóg-
ræktarfélag Eylirðinga og hefur það verið héraðsfélag fyrir
Eyjafjörðinn, sem staðið hefur saman af æfifélögum og árs-
félögum, en ekki haft neinar félagsdeildir innan sinna vébanda
fyrr en á síðastliðnu ári, að byrjað var að mynda deildir í ein-
stökum sveitum héraðsins.
I.ög félagsins mæla svo fyrir um tilgang þess, að vinna skuli
að aukinni skóg- og trjárækt í liéraðinu, bæði með því að stuðla
að verndun skógarleifa þeirra, sem til eru og með ræktun nýrra
skóga, eftir því sem efni og ástæður leyfa. Ennfremur skyldi
vinna að því, að koma upp uppeldisstöð, þar sem uppeldi trjá-
gróðurs færi fram og héraðsbúar gætu átt kost á að fá ungplönt-
ur til gróðursetningar. Starfsemi félagsins á þessum tveim ára-
tugum, sem liðnir eru frá stofnun þess, hefur verið í samræmi
við þessi fyrirmæli í lögum þess. En áður en skýrt verður nánar
frá þeirri starfsemi, verður í fám orðum drepið á einstök atriði
viðvíkjandi forsögu skóga og skógræktar í héraðinu.
Steindór Steindórsson, menntaskólakennari á Akureyri, hef-
ur safnað töluverðu af heimildum um skóga á íslandi fyir á
öldurn og þá ekki sízt í Eyjafirði. Hann hefur dregið ýmsar
þær heimildir fram í ritgerð, sem nefnist Skógar í Eyjafirði, og
birt er í afmælisriti Skógræktarfélags Eyfirðinga, er út kom ár-
ið 1940. Niðurstaðan a£ því, sem þær heimildir gefa til kynna,
er á þá leið, að í fornöld hafi héraðið verið að miklu leyti
skógi vaxið, en að skógarnir liafi brátt eyðst og verið farnir að
þverra svo um aldamótin 1300, að orðið hafi að leita að veru-
legu leyti út úr héraðinu um skógarnytjar. Þó hafi verið all-
miklir skógar á einstöku stöðum allt fram til loka 16. aldar. Á
næstu öld er talið, að allir skógar innan Glerár hafi að fullu
eyðst, nema skógurinn í Leyningshólum, sem enn heldur velli
og síðar verður minnzt á. Á Þelamörk og Árskógsströnd er talið
að skógar hafi haldizt fram á síðari bluta 18. aldar, en séu þó
10