Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 91
BÚFRÆÐINGURINN
89
Hvað hægt er að draga úr þessari tímaeyðslu, við hvern hey-
liest, er ekki auðsvarað, því að rnörg atriði koma til greina. En
við sjáum á búreikningunum, að það er gífurlegur munur á
vinnumagninu á hinum ýmsu jörðum á sama sumri, og eru til
þess margar ástæður. Sé tekið meðaltal vinnustunda hjá þeim,
sem lægstir eru á hverju ári, á þessu sama tímabili, þá koma út
þessar tölur:
Vinnustundafjöldi á 100 kg. útliey 2.95
Vinnustundafjöldi á 100 kg. töðu 2.61
Mismunur frá meðaltali er á útheyshestinum 2.76 vinnu-
stund, en á töðuhestinum 2.78. Hér er um svo mikinn misrnun
að ræða, að hann hlýtur að byggjast.að miklu leyti á fram-
kvæmdalegum aðstöðum við heyöflunina og mismun á verk-
tækni. Á búi, sem hefur 500 hesta heyskap, nemur þessi verk-
magnsmunur fyrir sama fóðurmagn 885 vinnustundum. Það
geta allir séð, að sá útgjaldaliður orkar ekki litlu um afkomu
búsins. Þó er án efa hægt, við beztu aðstöðu og með góðum
tækjum, að afla heyja á ræktuðu landi með minna verkmagni á
framleiðslueiningu, heldur en lágmarkstölur undanfarinna ára
sýna.
Það, sem einkum liefur áhrif á vinnumagnið við heyöflun-
ina er fyrst og fremst, að landið sé vélhæft, í öðru lagi, að lega
lúns ræktaða lands sé í hagkvæmri afstöðu til peningshúsanna,
að hlöðum sé vel fyrir komið, svo að inntaka heysins sé auðveld.
Aukin votheysverkun getur mjög lækkað vinnutilkostnaðinn
við heyöflunina, þar sem við verður komið að nota hentugt
tæki við slátt, heimflutning og inntöku heysins.
Af kostnaði þeim, sem fer til að framleiða lieildararðinn á
búum bænda, er vinnan að meðtöldum fæðiskostnaði hæsti út-
gjaldaliðurinn. Þegar athugaðir eru búreikningar þeir, sem
gerðir eru árlega upp af búreikningaskrifstofunni, á árabilinu
1936—1945, sést að vinnan nemur 76.92% af framleiðslukostn-
aðinum alls. Aðrir kostnaðarliðir eru aðeins 21.08%. Þeir
skiptast þannig, að 11.04% eru ýmsir útgjaldaliðir við búféð,
stærsti liðurinn í því eru fóðurbætiskaup. Onnur útgjöld