Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 90
88
BÚFRÆÐINGURINN
vinnuafls, sem landbúnaðurinn ræður yfir, og sérstaklega til
þess að lækka framleiðslukostnaðinn við búreksturinn, til auk-
ins fjárhagslegs öryggis fyrir bændurna sjálfa og þá jafnframt
fyrir þjóðina í heild.
Véla- og verkfærakostur liefur aukizt á seinni árum. Véla-
notkun landbúnaðarins hefst með kaupum þúfnabananna um
1921. Fyrsta dráttarvélin kemur hingað nokkrum árum fyrr.
Hreppabúnaðarfélögin eignuðust á tímabilinu 1928—1932
nokkurn dráttarvélakost og verkfæri með þeim til jarðyrkju-
starfa. A sama tímabili afla bændur sér nokkurra jarðvinnslu-
tækja og heyvinnutækja fyrir hestdrátt.
Flestplógar eru í árslok 1947 1088, hestaherfi 1722, kerrur
(3462, ávinnsluherfi 3285, hestasláttuvélar 3998, rakstrarvélar
3285 og snúningsvélar 1153.
Eftir að stríðinu lauk hefur verið stefnt meir að því að nota
dráttarvélar í stað hestaflsins. Hafa bændur nú í þessi árslok
um 1050 heimilisdráttarvélar í notkun.
Hin aukna verktækni krefst aukinna fjármuna til stofn-
kostnaðar búanna. Til reksturs og viðhalds koma til ný útgjöld
á búunum, eldsneyti, smurning og varahlutar kosta erlendan
gjaldeyri. Þetta eru útgjaldaliðir, sem reynslan ein getur
sýnt, hvort hægt verði að halda svo í hófi, að viðhlítandi ár-
angur fáist af vélanotkuninni. Það verður einkum erfitt fyrir
minni búin, að standa undir hinum mikla stofnkostnaði af
verði vélanna.
Það er ástæða til að gera sér grein fyrir því, á hverjum svið-
um aukin verktækni geti dregið úr notkun mannaflsins við bú-
störfin og gert framleiðsluna ódýrari.
Ef við t. d. athugum þá hlið málsins, hverjar líkur séu fyrir
því, að minnka megi vinnumagnið á hverja framleiðsluein-
ingu, þá gefa búreikningarnir allglögga mynd af því, hvernig
ástandið hefur verið um verkmagnseyðslu á hverja vinnuein-
ingu. Tökum fyrst heyskapinn. í 13 ár, frá 1933—1945, hefur
meðalvinnustundafjöldi á 100 kg. heyhest verið þessi:
Fyrir úthey 5.71 vinnustundir.
Fyrir töðu 5.39 vinnustundir.