Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 122
120
BÚFRÆÐINGURINN
árið 1859. Þar eru ræktaðir uin 150 ha. lands. Það er unnið að
því að reisa útiliúsin frá grunni, því að þau sem áður voru,
brunnu árið 1945. Byggingin öll er 142 m. á lengd og 19.5 m.
á breidd. Fjósið er með 153 básum. Básarnir eru stuttbásar, og
ekki upphækkaður íóðurgangur. Áburðargeymslan er undir
fjósinu. Byggingin er einangruð með líku efni og við höfum í
vikurplötunum, eða svo kom það mér fyrir sjónir. Þessi bygg-
ing hafði staðið í þrjú ár og miklu er enn ólokið.
Ferð okkar um Noreg var nú senn á enda, og hér við skól-
ann skilja sunnlenzku bændurnir við okkur, sem fylgzt höfðu
með okkur allt til þessa. Eftir að liafa kvatt bændurna, fórum
við áttmenningarnir að búnaðarskólanum Sem. Þar er mikil
stund lögð á hænsnarækt. Árið 1943 fundu þeir, sem við
hænsnarækiina vinna, leið til j>ess að þekkja kynin í sundur um
leið og ungarnir koma úr egginu, er liturinn þá ekki eins á
liænu og liana. í sambandi við hænsnabúið eru reknar tilraun-
ir með útungun á eggjum í hitaskápum — útungunarvélum.
Á skólabúinu er nokkuð af hálminum meðhöndlað í vissum
styrkleika af natriumlút (Na DH) til þess að auka á meltan-
leika hans. Fyrst byrjuðu þeir á þessu árið 1939, en fyrst var
J>etta reynt í Þýzkalandi 1917—1918. Töldu J>eir sig hagnast á
J>essu. Kýrnar á búinu mjólka að meðaltali 3500 kg. yfir árið
með 3.7—3.8% fitu. Hér er margt nýstárlegt að sjá, J>ar á meðal
býflugnabú.
Um kvöldið skoðuðum við Vigelandsgarðinn, sem heitir
eftir manninum, er skapað hefur listaverkin í honum. Það er
stórt svæði, sem garðurinn nær yfir, prýtt með gosbrunnum,
blómum og trjám, en listaverkin, sem flest eru mannslíkön,
skipa J>ar æðsta sess.
Tímanlega morguns, 30. júní, förum við frá Osló, og nú skal
halda til SvíJ>jóðar, og var áfangastaðurinn Lundur. Komumst
við til Svíþjóðar fyrir tilstilli sænska byggingafræðingsins Ör-
bom, er ferðast hafði hér um land veturinn áður.
Meðan við dvöldum í Svíjyjóð, var margt að sjá, en tíminn var
naumur. Spölkorn frá Lundi er bændaskóli, sem útskrifar
nemendur eftir eitt ár, en J>eir J>urfa að hafa verið í bænda-
skóla í tvö ár áður. Þarna er einnig rekinn skóli í mjólkur-